Félagsbústaðir fluttir

Félagsbústaðir eru fluttir í Þönglabakka 4 í Mjódd.

Eignasafn Félagsbústaða

Heildarfjöldi leigueininga
Almennar íbúðir
Þjónustuíbúðir
Sértækar íbúðir

Félagsbústaðir er fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur það hlutverk að tryggja framboð af félagslegu leiguhúsnæði í borginni. Leiguhúsnæði Félagsbústaða er ætlað  fjölskyldum og einstaklingum sem ekki hafa tök á að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslu eða annarra félagslegra aðstæðna.

Sótt er um leiguhúsnæði á heimasíðu Reykjavíkurborgar eða á þjónustumiðstöðvum velferðarsviðs borgarinnar. Velferðarsvið ber ábyrgð á  úthlutun íbúða í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði.

Hafi umsókn um úthlutun verið samþykkt sjá Félagsbústaðir um allt það sem snýr að samskiptum leigusala og leigjanda, eins og gerð leigusamninga, innheimtu leigugjalds, viðhaldsmál, o.s.frv.

Nánari upplýsingar um umsóknir er að finna hér