Monthly Archives

June 2003

Fréttabréf

By | Fréttir
Í þessari viku kemur að nýju út Fréttabréf Félagsbústaða eftir nokkurt hlé og mun það koma út um 3-4 sinnum á ári héðan í frá. Fréttabréfinu verður dreift til allra leigjenda og einnig verður hægt að nálgast það hér á heimasíðunni í dálknum Fréttayfirlit. Lögð er áhersla á einfalt og gagnsætt umbrot og útlit, jafnframt því að halda kostnaði í lágmarki. Upplagið er 1500 eintök og ábyrgðarmaður er Sigurður Kr. Friðriksson. Markmið fréttabréfsins er að koma fréttum og upplýsingum frá Félagsbústöðum til viðskiptavina félagsins í von um að báðir aðilar hafi gagn af. Í 1.tölublaði ársins er fjallað um flutning Félagsbústaða að Hallveigarstíg 1, nýju heimasíðuna, umhverfismál, ýmsar framkvæmdir ofl.