Monthly Archives

September 2004

Framkvæmdir 2004

By | Fréttir
Á undanförnum árum hafa Félagsbústaðir ráðist í a.m.k. eina stóra viðhaldsframkvæmd á ári. Nú er hafinn undirbúningur að helstu fram-kvæmdum ársins 2004. Gert er ráð fyrir að þá verði ráðist í verulegar endurbætur á tveimur húsum; Jórufell 2-12 og Unufell 44-46. Vinna að framkvæmdaáætlun ársins 2004 mun hefjast í næsta mánuði. Nánar verður greint frá þessum framkvæmdum í síðari fréttabréfum og á heimasíðu Félagsbústaða.