Monthly Archives

June 2005

Samningur um rekstur þjónustuíbúða

By | Fréttir
Í febrúar sl. var undirritaður samningur milli Félagsbústaða hf. og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um verka- og kostnaðarskiptingu á rekstri þjónustuíbúða á Lindargötu, Lönguhlíð og Furugerði. Íbúðirnar eru í eigu Félagsbústaða og mun fyrirtækið annast umsýslu vegna íbúaskipta, stand-setningu og sýningar íbúða ofl. Velferðarsvið mun áfram annast þjónustu við íbúa og rekstur félags-miðstöðva í húsunum auk þess að reka öryggis- og næturþjónustu. Þá munu Félagsbústaðir kosta og bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi öryggiskerfis og hnappa. Einnig mun fyrirtækið taka að sér innheimtu þjónustugjalda samhliða innheimtu húsaleigu. Félagsbústaðir vonast til þess að þessi samningur muni auka þjónustu við leigjendur í þjónustuíbúðum þessara húsa til muna og er þetta gott áframhald á ágætu samstarfi við Velferðasvið Reykjavíkurborgar.

Jórufell 2-12

By | Fréttir
Nú er að ljúka framkvæmdum ársins að Jórufell 2-12. Verið er að ganga frá garðskýlum sem frestað var í byrjun þessa árs. Baklóðin hefur öll verið endurgerð og þar sköpuð aðstaða fyrir íbúa hússins til útivistar og samveru. Það er von Félagsbústaða að íbúar taki þessum breytingum vel og nýti sér þá nýju möguleika sem þarna skapast.

Endurgerð Bjarnaborgar

By | Fréttir
Framkvæmdir við endur-gerð Bjarnaborgar standa enn yfir. Mikið er búið að gera en margt er enn eftir. Eins og oft vill verða þegar verið er að gera upp gömul hús hefur umfang verksins orðið mun meira en hægt var að gera sér grein fyrir í upphafi. Frá upphafi var ákveðið að vanda vel til þessa verks enda er hér um afar sérstakt og merkt hús í sögu borgarinnar að ræða. Óhjákvæmilega verða íbúar hússins fyrir ýmsum óþægindum og ónæði á meðan á framkvæmdum stendur og biðja Félagsbústaðir hér með velvirðingar á því. Gert er ráð fyrir að öllum framkvæmdum verði lokið í haust.

Grænt bókhald

By | Fréttir
Á vormánuðum kom út ársskýrsla Félagsbústaða hf. fyrir grænt bókhald 2004. Er þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið gefur út sérstaka umhverfis- skýrslu en ætlunin er að slík útgáfa verði árleg hér eftir. Skýrsla sem þessi er einungis skyldug fyrir leyfisskyld fyrirtæki, en þar sem Félagsbústaðir leggja mikla áherslu á umhverfismál í starfsemi sinni ákvað stjórn fyrirtækisins að samþykkja framsækna umhverfis-stefnu og er grænt bókhald liður í því. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi fyrirtækisins, áhrif hennar á umhverfið metin og fjallað um skipulagningu og markmið umhverfisstarfsins. Þá eru í skýrslunni tölulegar upplýsingar um orkunotkun, innkaup á umhverfisvænum og endurunnum vörum og öðrum umhverfistengdum upplýsingum.

Hundahald

By | Fréttir
Undanfarið hefur borið á auknu hundahaldi meðal leigjenda Félagsbústaða. Að gefnu tilefni viljum við því ítreka að dýrahald er bannað í leiguíbúðum Félagsbústaða og þá sérstaklega í fjölbýlishúsum þar sem óþægindi og truflun við nágranna getur hlotist af. Eins og með brot á öðrum hús-reglum þá geta ítrekuð brot á þessari reglu valdið riftun á húsaleigusamningi.

Greiðsluseðlar

By | Fréttir
Að undanförnu hafa leigjendur Félagsbústaða sem eru í beingreiðslum eða greiðsluþjónustu ekki fengið sendan greiðsluseðil. Nú er orðin breyting þar á en frá 1. apríl eiga allir leigjendur að fá heimsenda greiðsluseðla. Þar með fá þeir upplýsingar um sundurliðun húsa-leigunnar, þ.e.a.s. hver upphæð leigu, hússjóðs og húsaleigubóta er í hverjum mánuði. Þeir sem eru í greiðsluþjónustu eða beingreiðslum fá því sendan greiðsluseðil heim og stendur þá á honum “skuldfært” en bankinn sér um að greiða seðilinn rafrænt af viðkomandi banka-reikningum. Við viljum hér með hvetja leigjendur sem ekki hafa nýtt sér beingreiðslur eða greiðsluþjónustu að greiða leiguna með beingreiðslum og þarf aðeins að fara með greiðsluseðil í banka og biðja um að húsaleigan verði framvegis greidd með beingreiðslum af bankareikningi og verður það þá sjálfvirkt í hverjum mánuði og sparar sporin í bankann.