Monthly Archives

April 2007

Ný heimasíða Félagsbústaða

By | Fréttir

Nú hefur verið tekin í notkun ný heimasíða Félagsbústaða í tilefni af 10 ára afmæli félagsins á þessu ári. Vandað hefur verið til verksins og ætti síðan að vera mikil betrumbót frá fyrri síðunni.

Kerfið sem notast er við kallast LiSA og er síðan unnin af og í samvinnu við Innn hf. en mörg af stærstu fyrirtækjum landsins nota einnig þetta kerfi sökum áreiðanleika og þægilegs notendaviðmóts. Eflaust verða einhverjar smávægilegar lagfæringar á fyrstu dögum nýju síðunnar og biðjumst við fyrirfram velvirðingar á því.

Eins og fyrr segir gaf 10 ára afmæli félagsins tilefnið til þess að betrumbæta síðuna en nokkrir afmælisdagar koma til greina hjá félaginu eftir því hvaða áfanga er miðað við í sögu þess. En þó er á hreinu að á árinu verður það 10 ára en nánar verður fjallað um það í næsta fréttabréfi Félagsbústaða.