Monthly Archives

May 2007

Grænt bókhald 2006

By | Fréttir

Út er komin umhverfisskýrsla Félagsbústaða fyrir árið 2006 – grænt bókhald. Þetta er í þriðja sinn sem slík skýrsla kemur út, en sú fyrsta kom út árið 2004.

Útgáfa græns bókhalds er orðinn fastur þáttur í starfsemi Félagsbústaða og er umhverfisskýrslan gefin út árlega. Félagsbústaðir eru ekki starfsleyfisskylt fyrirtæki og því í raun ekki skyldugir til að halda grænt bókhald, en markmið félagsins hefur ávallt verið metnaðarfullt að því leyti að stefna að því að vera fremstir í flokki í hverju sem það tekur sér fyrir hendur.

Enn fremur telur félagið það sína siðferðislegu skyldu sem stærsti leigusali landsins að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í umhverfismálum og að vera til fyrirmyndar í þeim málaflokki til heilla komandi kynslóðum.

Í umhverfisskýrslunni í ár kemur ýmislegt áhugavert í ljós og þá sérstaklega varðandi þau markmið og þann árangur sem náðst hefur með umhverfisstefnu Félagsbústaða. Það kemur glögglega fram í þeim samanburðartölum og línuritum sem eru í skýrslunni varðandi notkun hráefna (pappír, þvottaefni, áburð o.fl.) og losun úrgangs. Einnig eru markmið næsta ára tíunduð sem og árangur í sértækum verkefnum eins og uppsetning hjólastanda, nálægð við grenndargáma og skýrslu um aðgengismál.

Til gamans má geta að síðustu vikur hefur Félagsbústöðum tekist að ná einu af markmiðum ársins 2007 með fræðslufundi um umhverfismál fyrir starfsmenn sína og helstu verktaka. Umsjón fræðslufundanna hefur verið í færum höndum Stefáns Gíslasonar hjá Environice en það er fyrirtæki á sviði umhverfisráðgjafar og hefur verið náinn samstarfsaðili Félagsbústaða varðandi umhverfisstefnu fyrirtækisins og útgáfu græns bókhalds.

Skýrsluna er hægt að nálgast hér.

Grænt bókhald 2006

By | Fréttir

Út er komin umhverfisskýrsla Félagsbústaða fyrir árið 2006 – grænt bókhald. Þetta er í þriðja sinn sem slík skýrsla kemur út, en fyrsta skýrslan var fyrir árið 2004.

Skýrslan var samþykkt af stjórn félagsins á stjórnarfundi þann 3.maí 2007 og var rekstur fyrirtækisins með eðlilegum hætti á árinu 2006 með tilliti til umhverfismála.

Ákveðið hefur verið að grænt bókhald verði fastur þáttur í starfsemi Félagsbústaða og að umhverfisskýrslan verði gefin út árlega. Félagsbústaðir eru ekki starfsleyfisskylt fyrirtæki og því í raun ekki skyldugir til að gera grænt bókhald, en markmið félagsins hefur ávallt verið metnaðarfullt að því leyti að stefna að því að vera fremstir í flokki í hverju sem það tekur sér fyrir hendur.

Enn fremur telur félagið það sína siðferðislegu skyldu sem stærsti leigusali landsins að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í umhverfismálum og að vera til fyrirmyndar í þeim málaflokki til heilla komandi kynslóðum.

Skýrsluna er hægt að nálgast hér.