Monthly Archives

April 2008

Húsaleigubætur hækka

By | Fréttir

Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritaði í dag reglugerð sem kveður á um hækkun húsaleigubóta frá og með 1. apríl 2008. Húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000. Einnig mun ríkið nú í fyrsta skipti koma að greiðslu sérstakra húsaleigubóta.

Sjá nánar í fréttatilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Nýjar húsreglur

By | Fréttir

Nýjar húsreglur fyrir fjöleignarhús Félagsbústaða hf. tóku gildi í gær og koma þær í stað fyrri húsreglna frá árinu 2003. Um er að ræða endurbætur í takt við tímann og reynslu félagsins af fasteignarekstri.

Af helstu breytingum má nefna að nú er tekið skýrt á um að sameiginleg bílastæði eru eingöngu ætluð fyrir nothæfa bíla og eru númerslausir bílar, kerrur, fellihýsi o.s.frv. fjarlægð af bílastæðunum. Þá eru tekin af öll tvímæli með að hvers kyns hótanir, áreiti eða þess háttar athafnir íbúa á milli flokkast sem húsreglnabrot. Einnig skerpt á þeirri húsreglu að bannað er að skilja eftir muni eða losa sig við drasl í sameign húsanna, en það hefur verið vaxandi vandamál síðustu ár með tilheyrandi eldhættu og kostnaði fyrir leigjendur.

Leigjendum er vinsamlegast bent á að kynna sér þessar nýju reglur gaumgæfilega, en þær verða einnig kynntar í næsta fréttabréfi Félagsbústaða hf.

Hér er hægt að skoða nýju húsreglurnar og hér í prentvænu formi (pdf-skjal).

Þá hafa húsreglurnar verið þýddar á fjölmörg erlend tungumál; ensku, spænsku, pólsku, tælensku, litháísku og rússnesku. Hægt er að nálgast þýðingarnar hér.