Monthly Archives

October 2008

Nýtt fréttabréf

By | Fréttir

Í lok október kom út nýtt fréttabréf og kennir þar ýmissa grasa sem endranær. Forsíðufréttin er tileinkuð færanlegum smáhýsum fyrir utangarðsfólk, en meðal annars efnis eru verklok á svalalokun í Unufell 44-46, framkvæmdir ársins 2008 og endurbætur í Norðurbrún 1.

Upplagið er nú 2300 eintök og hefur það aukist í takt við fjölgun íbúða og leigjenda Félagsbústaða. Fréttabréfinu er dreift til allra leigjenda, en einnig er hægt að nálgast það hér.