Monthly Archives

February 2009

Grænt bókhald 2007 og 2008

By | Fréttir

Út eru komnar umhverfisskýrslur Félagsbústaða fyrir árin 2007 og 2008 – grænt bókhald. Þetta er í fimmta sinn sem slík skýrsla kemur út, en fyrsta skýrslan var fyrir árið 2004. Að þessu sinni er skýrslan eingöngu gefin út í rafrænu formi, en síðustu ár hefur hún verið prentuð í litlu upplagi á endurunninn og umhverfisvænan pappír. Er þetta gert bæði til að minnka kostnað sem og til að vera halda pappírsnotkun félagsins í lágmarki en það er eitt af markmiðum umhverfisstefnu Félagsbústaða hf.

Grænt bókhald er orðinn fastur þáttur í starfsemi Félagsbústaða og umhverfisskýrslan er gefin út árlega. Félagsbústaðir eru ekki starfsleyfisskylt fyrirtæki og því í raun ekki skyldugir til að gera grænt bókhald, en markmið félagsins hefur ávallt verið metnaðarfullt að því leyti að stefna að því að vera fremstir í flokki í hverju sem það tekur sér fyrir hendur.

Enn fremur telur félagið það sína siðferðislegu skyldu sem stærsti leigusali landsins að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í umhverfismálum og að vera til fyrirmyndar í þeim málaflokki til heilla komandi kynslóðum.

Skýrslurnar er hægt að nálgast hér: 2007 og 2008.