Monthly Archives

April 2009

Eldvarnarátak – leiðbeiningarblað

By | Fréttir

Í tilefni af eldvarnarátaki sem er samstarfsverkefni Félagsbústaða hf., Vátryggingarfélags Íslands og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur verið útbúið leiðbeiningarblað fyrir leigjendur varðandi eldvarnir. Í því er á einfaldan hátt farið yfir þau atriði sem huga þarf að til að eldvarnir séu sem skyldi.

Félagsbústaðir hf. önnuðust uppsetningu og útgáfu leiðbeiningarblaðsins með dyggum ráðum frá VÍS og SHS, en því er dreift til allra leigjenda félagsins og mun fylgja með öllum nýjum íbúðum í framtíðinni. Vonast er til að leigjendur noti tækifærið og yfirfari eldvarnir og öryggisatriði á sínu heimili. Þá er gott að láta leiðbeiningarblaðið hanga uppi á vegg til að minna sig reglulega á þá þætti sem þarf að sinna.

Leiðbeiningarblaðið má nálgast hér.

Nýtt fréttabréf

By | Fréttir

Í byrjun apríl kom út fyrsta fréttabréf ársins, en að þessu sinni er blaðið tileinkað eldvarnarátaki sem er samstarfsverkefni Félagsbústaða, Vátryggingarfélags Íslands og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Í tilefni af átakinu hafa Félagsbústaðir útbúið leiðbeiningarblað sem dreift er með fréttabréfinu til allra leigjenda félagsins. Í öðrum fréttum er fjallað um húsaleigubætur og tryggingatilboð frá VÍS.

Upplagið er 2300 eintök en einnig er hægt að nálgast fréttabréfið og leiðbeiningarblaðið hér á heimasíðu félagsins.