Monthly Archives

June 2009

Vefþulan á heimasíðunni

By | Fréttir

Félagsbústaðir hf. hafa tekið tölvuforritið Vefþulan í notkun hér á heimasíðu sinni. Vefþulan er talgervill sem les upp þann texta sem er á skjánum hverju sinni og auðveldar því aðgengi að heimasíðunni fyrir þá sem eru blindir, sjónskertir eða eiga við lestrarörðugleika að stríða.

Forritið er afar einfalt í notkun því í hægra horni á öllum textasíðum er nú komið þetta merki:

  

Til að hlusta á upplestur Vefþulunnar á textanum er einfaldlega ýtt með músinni á þríhyrninginn og við það hefur þulan mál sitt. Til gamans má geta að upplesturinn annast fyrrum sjónvarpsþulan Ragnheiður Elín Clausen, en hún ljáði þulunni rödd sína og gengur því tölvuröddin undir nafninu Ragga.

Félagsbústaðir hf. líta á það sem hlutverk sitt að vinna að bættu aðgengi fyrir notendur að þjónustu fyrirtækisins, hvort sem það er innan íbúðar, í stigagangi fjölbýlishúsa í sinni eigu eða á heimasíðu sinni. Vefþulan er því kærkomin viðbót í átt að bættu aðgengi fyrir alla.

Nánari upplýsingar um forritið er að finna á heimasíðu Vefþulunnar.