Monthly Archives

December 2010

Jólafréttabréfið komið út

By | Fréttir

Í jólamánuðinum kom út nýtt fréttabréf Félagsbústaða hf. Af helsta efni ber að nefna fréttir um aðgengismál í framkvæmd á Skúlagötu og Meistaravöllum, verkefni um búsetukjarna fyrir geðfatlaða í fasteignum okkar ásamt jólakveðju til leigjenda.

       

Einnig er fjallað um áframhaldandi eldvarnarátak félagsins í samvinnu við Vátryggingarfélag Íslands en VÍS stendur á ný að veglegri jólagjöf til leigjenda félagsins í formi handbókar heimilisins um eldvarnir og rafhlöðu fyrir reykskynjara í glæsilegri gjafapakkningu. Nánar má lesa um samstarfið í þessari frétt á heimasíðu VÍS.

Þar sem jólum og áramótum geta oft fylgt margvíslegar eldhættur og í ljósi mjög jákvæðs árangurs átaksins var ákveðið að halda áfram á sömu braut og metnaður um að bæta um betur frá fyrra ári. Hefur samstarfið við VÍS verið afar ánægjulegt og gagnlegt fyrir báða aðila og afraksturinn átaksins í formi fækkun eldsvoða er allra hagur. Áframhald verður á átakinu á næsta ári en það verður nánar kynnt síðar.

   

Upplag fréttabréfsins er 2300 eintök og er því dreift til allra leigjanda Félagsbústaða hf.

Hægt er að nálgast fréttabréfið hér á heimasíðunni í tölvutæku formi. Einnig má finna eldvarnarhandbókina ásamt fréttum um rafhlöðuskipti í reykskynjurum og eflingu eldvarna á www.vis.is.

Þá má vekja sérstaka athygli á Traustakoti á heimasíðu VÍS en það er gagnvirk upplýsingamiðlun á helstu hættum heimilisins og geta notendur kynnt sér eldvarnir þar bæ á myndrænan og þægilegan máta.