Monthly Archives

March 2012

Aðalfundur Félagsbústaða hf. 2012

By | Fréttir

Þann 22. mars sl. var haldinn aðalfundur Félagsbústaða hf. þar sem lögð var fram skýrsla stjórnar og ársuppgjör ársins 2011 samþykkt. Hægt er að skoða skýrsluna og ársreikninga 2011 hér á heimasíðunni ásamt uppfærðri kynningu á rekstri félagsins.

Einnig urðu breytingar á stjórn félagsins en Þröstur Ólafsson sem verið hefur stjórnarmaður frá upphafi lét af störfum og er honum vel þakkað fyrir hans framlag í gegnum tíðina.

Nýr stjórnarmaður er Guðrún Ögmundsdóttir fyrrverandi alþingismaður og mun ný stjórn skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi að aðalfundi loknum.