Monthly Archives

December 2012

Mauris pharetra interdum lorem

By | Fréttir

Quisque at dolor venenatis justo fringilla dignissim ut id eros. Quisque non elit id purus feugiat vestibulum. Phasellus eget sodales neque. Morbi eget odio nec justo consequat gravida. Phasellus dolor nisl, venenatis eget euismod et, dapibus et purus. Maecenas interdum nisi a dolor facilisis eu laoreet mi facilisis. Read More

Jólafréttabréfið 2012 komið út

By | Fréttir

Nú í desember kom út fréttabréf Félagsbústaða hf. Þar er fjallað um þróun leigumarkaðar, árangursríkt eldvarnarátak og afhendingu þjónustuíbúða fyrir aldraða í Fagrabergi ásamt jólakveðju til allra samstarfsaðila á liðnu ári. Upplag fréttabréfsins er 2.300 og er því dreift til allra leigjenda ásamt eldvarnarleiðbeiningum og rafhlöðu í reykskynjara.

Á forsíðunni er fjallað um þá vaxandi spennu sem ríkt hefur á leigumarkaði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu undanfarin tvö ár og hefur aukin eftirspurn leitt af sér tilheyrandi hækkun á leiguverði. Ritað er um orsakir þessarar þróunar, áherslur Félagsbústaða og framtíðaráform.

Á baksíðunni er áframhaldandi umfjöllun um hið árangursríka eldvarnarátak og samstarf milli Vátryggingafélags Íslands og Félagsbústaða hf. sem hefur skilað frábærum árangri. Að því tilefni gefur VÍS leigjendum Félagsbústaða jólagjöf í formi rafhlöðu í reykskynjara en þetta er fjórða árið í röð sem þeir gera slíkt.

Ennfremur er frétt um afhendingu á 12 íbúðum ætluðum fólki 67 ára og eldri en þær eru í nýbyggðu fjölbýlishúsi að Hólabergi 84 og ber það nafnið Fagraberg.

Félagsbústaðir hf. óska öllum leigjendum og samstarfsaðilum sínum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs.