Monthly Archives

February 2013

Félagsbústaðir hrepptu Forvarnarverðlaun VÍS árið 2013

By | Fréttir

Félagsbústaðir hf. fengu Forvarnarverðlaun VÍS árið 2013 sem afhent voru sl. föstudag á forvarnaráðstefnunni Slysalaus framtíð – okkar ábyrgð. Húsfyllir var á ráðstefnunni en hún er haldin árlega á vegum Vátryggingafélags Íslands og Vinnueftirlitsins og fjallar um forvarnar- og öryggismál fyrirtækja. Var ráðstefnan afar vel heppnuð og margt um áhugaverða og hugvekjandi fyrirlestra er varða þennan málaflokk en þetta er stærsta ráðstefna sinnar tegundar á Íslandi.

Í lok ráðstefnunnar voru Forvarnarverðlaun VÍS afhent en þetta er í fjórða sinn sem þau eru veitt fyrirmyndarfyrirtækjum á þessu sviði. Að þessu sinni voru Félagsbústaðir hf. þess heiðurs aðnjótandi að hljóta verðlaunin og er það mikið hrós fyrir aðferðarfræði og nálgun fyrirtækisins í öryggismálum og fyrirbyggjandi viðhaldi fyrir fasteignir sínar. Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs VÍS afhenti verðlaunin og í ávarpi sínu vék hún að því starfi sem Félagsbústaðir hafa unnið á sviði forvarnar- og öryggismála. Í frétt VÍS er vitnað í orð hennar:

Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt fyrir framúrskarandi og fyrirmyndar forvarnir og eru Félagsbústaðir þar í fremstu röð.

Undanfarin fimm ár hefur með markvissum aðgerðum nánast tekist að fyrirbyggja bruna hjá Félagsbústöðum. Með árlegri fræðslu um eldvarnir heimilisins, áherslu á bætta umgengni í sameignum, kjöllurum og ruslageymslum færðist þetta til betri vegar. Allar íbúðir eru leigðar út með reykskynjurum, eldvarnarteppi og slökkvitæki. Jafnframt hefur verið gefið út fræðsluefni og leiðbeiningar á sjö tungumálum um rakaskemmdir, staðsetningu lagnagrindar og fleiri hagnýtar upplýsingar til að fyrirbyggja og bregðast við vatnstjónum.

Lögð er áhersla á gott aðgengi og aðlaðandi umhverfi sem stuðlar að ánægðari leigjendum og betri umgengni. Skipulag Félagsbústaða á eftirliti og viðhaldi eigna sinna er öðrum sambærilegum þjónustufyrirtækjum til mikillar fyrirmyndar og samræmist markmiði stjórnenda að draga úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Ennfremur er lagt upp úr góðri vinnuaðstöðu og umhverfi starfsfólks. Fyrirtækið fylgir umhverfisstefnu og hefur haldið grænt bókhald í áratug.

null

Sigurður Kr. Friðriksson framkvæmdarstjóri Félagsbústaða hf. tók við verðlaunagripnum fyrir hönd félagsins og ávarpaði samkomuna:

Ágæta starfsfólk VÍS og ráðstefnugestir

Ég vil þakka VÍS fyrir þessi verðlaun og fyrir hvatninguna og samstarfið undanfarin ár.

Forvarnarverðlaun VÍS eru okkur hjá Félagsbústöðum afar kærkomin, ekki síst vegna þess að starfsemi félagsins snýst um aðbúnað 2.200 heimila hér í Reykjavík og öryggi þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem hjá okkur búa.

Það er von mín að veiting Forvarnarverðlauna VÍS til Félagsbústaða og almenn umræða um öryggi fólks á heimilum sínum verði hvatning til leigusala íbúðarhúsnæðis að láta virkt öryggi leigjenda njóta forgangs.

Ég vil þakka starfsfólki Félagsbústaða hf þennan árangur og ekki síst leigjendum fyrir að svara kalli tímans um aukið öryggi.

Ég vil að lokum tileinka þessi verðlaun ötulu starfi Þórarins Magnússonar, verkfræðings, sem lét af störfum um síðustu áramót eftir að hafa stýrt framkvæmdadeild félagsins frá stofnun þess árið 1997, en hann hefur innleitt og lagt áherslu á öryggis- og aðgengismál leigjenda sem hluta af fyrirbyggjandi viðhaldi húseign félagsins.

Fjallað var um verðlaunaafhendinguna á mbl.is og í gær var birt heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu.

Árið 2008 tóku VÍS og Félagsbústaðir formlega höndum saman í samstarfsverkefni varðandi forvarnir í húseignum félagsins ásamt góðri ráðgjöf og aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisns og öðrum fagaðilum. Síðan þá hefur átakinu verið fylgt ötullega eftir af báðum aðilum og leigjendur hafa ekki farið varhluta af því enda verið áberandi umfjöllun í gegnum heimasíðu og fréttabréf félagsins ásamt eldvarnarbæklingum, leiðbeiningarblöðum og jólagjöfum frá VÍS í formi rafhlöðu í reykskynjara o.fl. Einnig hafa verið gerðar sérstakar bruna- og öryggisúttektir á fasteignum félagsins sem unnið er markvisst eftir ásamt skýrslu um aðgengismál og ýmsum verkum í umhverfismálum.

Árangurinn af þessu forvarnarstarfi og fyrirbyggjandi viðhaldi hefur komið í ljós með lægri tíðni brunatjóna og almennt góðu ástandi á fjölbýlishúsum og húseignum félagsins. Að hljóta Forvarnaverðlaun VÍS 2013 er því rós í hnappagat Félagsbústaða hf., leigjenda þeirra og starfsfólks félagsins ásamt okkar góðu samstarfsaðilum VÍS og fleirum. Allir aðilar sem að þessu koma eiga hrós skilið en þetta er ekki lokapunktur á markmiðinu því að áfram þarf að standa vaktina og reyna að gera gott ennþá betra.

Porttitor porttitor mollis vitae placerat

By | Fréttir

Nullam ornare, sem in malesuada sagittis, quam sapien ornare massa, id pulvinar quam augue vel orci. Praesent leo orci, cursus ac malesuada et, sollicitudin eu erat. Pellentesque ornare mi vitae sem consequat ac bibendum neque adipiscing. Donec tellus nunc, tincidunt sed faucibus a, mattis eget purus. Read More