Monthly Archives

September 2013

Uppfærð kynning og nýr stjórnarformaður

By | Fréttir

Búið er að uppfæra kynningu á rekstri Félagsbústaða miðað við nýjustu tölur frá fyrri hluta þessa árs. Er kynningin gefin út hér á heimasíðunni í formi glærusýningar og í henni er m.a. skipurit félagsins, ítarleg umfjöllun um úthlutun íbúða, samanburði við önnur sveitarfélög, rekstaryfirlit og margt fleira.

 Árabil kynningarinnar nær frá stofnun Félagsbústaða hf. árið 1997 til ársins í ár með nýjustu uppfærðum tölum ársins 2013.

Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér rekstur fyrirtækisins er því bent á að skoða kynninguna og er hún aðgengileg hér á heimasíðunni.

Á stjórnarfundi þann 16.september sl. var Árni Geir Pálsson skipaður nýr stjórnarformaður Félagsbústaða og er hann boðinn velkominn til starfa. Fráfarandi stjórnarformaður, Auðun Freyr Ingvarsson, lét af störfum fyrr á árinu og er honum vel þakkað fyrir hans störf og framlag til félagsins.

Einnig tilkynnti Sigurður Kr. Friðriksson framkvæmdastjóri að hann muni láta af störfum um næstu áramót en Sigurður hefur stýrt félaginu farsællega frá stofnun þess árið 1997. Er honum kærlega þökkuð hans störf og framlag til félagsins í gegnum tíðina. Staða framkvæmdarstjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar.