Monthly Archives

December 2013

Jólafréttabréfið 2013 komið út

By | Fréttir

Nú í aðventunni kom út nýtt fréttabréf Félagsbústaða hf. og að þessu sinni er það tvöfalt stærra en fyrri fréttabéf að efni og umbroti. Nóg er að frétta og til umfjöllunar er átakið Pappír er ekki rusl” sem er á vegum Sorphirðu Reykjavíkurborgar og hefur staðið yfir á líðandi ári.

null

Þá segir nýráðinn framkvæmdarstjóri félagsins, Auðun Freyr Ingvarsson, frá stefnu borgarinnar í fjölgun leiguíbúða og hugmyndum um hin svokölluðu Nýju Reykjarvíkurhús sem yrðu blönduð íbúðarhús. Því má við bæta að síðar í vikunni verður málþing sem Reykjarvíkurborg stendur fyrir um áhrif byggingarreglugerðar á búsetuvalkosti og þar verður fjallað nánar um verkefnið.

null

Í fréttabréfinu er jafnframt sagt frá nýútkominni skýrslu um Öryggismál í íbúðarhúsnæði eftir Þórarinn Magnússon verkfræðing og fyrrverandi forstöðumann framkvæmdadeildar. Einnig er ítarlegt viðtal við Einar Frey Magnússon tjónaskoðunarmann hjá VÍS um eldvarnir í jólamánuðinum og sagt frá áframhaldandi eldvarnarátaki VÍS og Félagsbústaða ásamt gjöf til leigjenda í formi rafhlöðu í reykskynjara.

null     null 

 Að lokum þakkar Sigurður Kr. Friðriksson fráfarandi framkvæmdarstjóri fyrir samferðina frá stofnun félagsins árið 1997 og óskar leigjendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Fréttabréfið er prentað í 2.400 eintökum á endurunninn pappír og er dreift til allra leigjenda Félagsbústaða. Hægt er að nálgast fréttabréfið hér á heimasíðunni í pfd-skjali.

null

 

Öryggismál í íbúðarhúsnæði

By | Fréttir

Nú í desembermánuði kom út skýrslan Öryggismál í íbúðarhúsnæði á vegum Félagsbústaða hf. og er höfundur hennar Þórarinn Magnússon verkfræðingur, fyrrverandi forstöðumaður framkvæmdadeildar félagsins. Líkt og nafn skýrslunnar gefur til kynna er farið heildstætt yfir öryggismál í íbúðarhúsnæði, allt frá eldvörnum til félags- og skipulagslegra öryggisaðgerða og forvarna. Þá eru húsnæðis- og öryggismál aldraðra skoðuð sérstaklega ásamt öðrum tengdum öryggisþáttum og að lokum farið yfir stöðu öryggismála hjá Félagsbústöðum hf.

Mikil áhersla er lögð á leiðir til forvarna fyrir einstaklinga og fyrirtæki og hvernig hægt er að fyrirbyggja eða minnka hættuna á slysum, skemmdarverkum og glæpum. Sótt er í reynslu og viskubrunn stórra húsnæðisfélaga á Norðurlöndunum og hvernig þau hafa leitað lausna við hin ýmsu öryggismál. Félagsbústaðir hafa ávallt lagt ríka áherslu á að draga lærdóm af og tileinka sér fagleg vinnubrögð frændþjóða okkar í norðri enda eru það þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við hvað varðar lífsgæði og öryggi. Því til vitnis er skýrsla sama höfundar frá árinu 2006 sem fjallaði um stöðu aðgengismála á Norðurlöndum.

Það er vel við hæfi að skýrslan komi út á sama ári og Félagsbústaðir urðu þess heiðurs aðnjótandi að vera sæmdir Forvarnarverðlaunum VÍS árið 2013 fyrir átak í eldvörnum og markvissar aðgerðir í öryggismálum í sínum fjölbýlishúsum. Einnig má líta svo á að skýrslan séu formlegt lokaframtak Þórarins um málefni félagsins en hann lét af störfum sem forstöðumaður framkvæmdadeildar um síðustu áramót eftir að hafa stýrt deildinni frá stofnun félagsins. Í því starfi hefur hann ávallt lagt ríka áherslu á forvarnir, eldvarnir og öryggismál og leitt vinnu við endurbætur og fyrirbyggjandi viðhald á húsnæði Félagsbústaða. Því var mikilvægt að geta nýtt hans starfskrafta, reynslu og sérþekkingu á þessu sviði til að gera gagnlega úttekt á öryggismálum félagsins.

Hægt er að skoða skýrsluna um Öryggismál í íbúðarhúsnæði hér.

Við þetta má bæta að hér á heimasíðunni hefur verið gerð aðgengileg skýrslan Félagsbústaðir – Umsögn um tilhögun viðhaldsverka eftir Björn Marteinsson  verkfræðing og arkitekt hjá Mannvirkjasviði Nýsköpunarmiðstöðvar, en hún var unnin á síðasta ári að beiðni Félagsbústaða hf. Skýrslan er fagleg úttekt og umfjöllun um viðhaldsverk í byggingariðnaði; verkstjórnun og skipulag, val á viðgerðaraðilum, útboðsferli og eðlismun á nýbygginga- og viðhaldsverkum.

Björn Marteinsson hefur sérþekkingu á sviði byggingatækni, arkitektúr, lífferilsgreiningu- og kostnaðar og hefur m.a. verið verkefnisstjóri rannsóknarverkefnisins Betri borgarbyggð og í mörg ár unnið að rannsóknum á viðhaldskostnaði fasteigna. Þessi umsögn er því gott innlegg í faglega umræðu um viðhaldsmál og áhugasamir geta kynnt sér hana hér.