Monthly Archives

May 2014

Gervihnattadiskar, dýrahald, eldvarnir og sorphirða

By | Fréttir

Við viljum vinsamlegast minna á þær reglur sem í gildi eru varðandi fjölbýlishús Félagsbústaða og áherslur okkar í öryggis- og ruslamálum.

  • Gervihnattadiskar. Öll uppsetning á slíkum búnaði er óheimil nema með leyfi Félagsbústaða og til að leggja áherslu á þetta og að taka af allan vafa fyrir leigjendur hefur verið útbúið sérstakt upplýsingablað á bæði íslensku og ensku. Í stökum íbúðum þar sem Félagsbústaðir eiga ekki meirihluta þá þarf viðkomandi leigjandi að sækjast eftir leyfi viðkomandi húsfélags ef  Hægt er að nálgast upplýsingablaðið hér á heimasíðunni.
  • Eldvarnir. Við viljum minna leigjendur okkar á vera ávallt á varðbergi í forvarnar- og öryggismálum á sínu heimili. Því hvetjum þá til að yfirfara reglulega reykskynjara og athuga með eldvarnarteppi. Slíkt er staðalbúnaðar í íbúðum Félagsbústaða og ef búnaðurinn er óvirkur eða ekki til staðar þá er brýnt að hafa samband hið fyrsta við viðhaldsþjónustu félagsins í síma 557-9664 milli kl.13-15:00, með tölvupósti eða gegnum heimasíðu okkar. Þá eru allar ábendingar vel þegnar varðandi sameiginleg rými, ef slökkvitæki á gangi hafa verið fjarlægð, rusl eða annar eldmatur er til staðar o.fl. Til viðbótar má benda á hin ýmsu leiðbeiningarblöð eða bæklinga þessu tengdu sem er aðgengilegt hér.
  • Dýrahald. Að gefnu tilefni er athygli íbúa vakin á því að dýrahald er alfarið bannað í fjöleignarhúsum Félagsbústaða. Bannið kemur skýrt fram í húsreglum félagsins. Sérstök athygli er vakin á að bannið nær einnig til heimsókna hunda í húsnæðið. Til að framfylgja banninu og bregðast við fjölmörgum kvörtunum um hundahald íbúa munu Félagsbústaðir grípa til viðeigandi aðgerða gagnvart þeim íbúum sem halda hunda í leyfisleysi. Íbúunum verður veittur sanngjarn frestur til þess að finna dýrunum nýjan samastað og eftirlitsaðilum tilkynnt um þá hunda sem vitað er um. Ef uppvíst verður um hundahald íbúa eftir að frestur til að losa sig við dýrin er liðinn telst það vera húsreglubrot sem getur varðað riftun á leigusamningi. Til að leggja áherslu á þetta þá hefur verið útbúið upplýsingablað sem útlistar þetta nánar og hægt er að nálgast það hér.
  • Sorphirða. Við öll fjölbýlishús Félagsbústaða eru komnir endurvinnslugámar eða grenndargámar í nánasta nágrenni. Í takt við átakið “Pappír er ekki rusl” í sorphirðu borgarinnar eru leigjendur minntir á að setja ekki pappír í ruslarennur. Endurvinnslugámar við húsin taka enn fremur við fleiri sorpflokkum en pappír eins og lesa má á merkingum á þeim. Þó er ætlast til þess að stærri vorhreingerningum hjá leigjendum sé komið beint í Sorpu en ekki í heimilissorp eða endurvinnslugámana. Útköll vegna stíflna í ruslarennum, drasl á göngum í sameign og fleira því tengt veldur aukakostnaði í viðkomandi stigagangi sem getur leitt til hækkunar greiðslna í hússjóð til að standa undir kostnaði.

Að þessum orðum sögðum vilja Félagsbústaðir óska leigjendum sínum gleðilegs sumars