Monthly Archives

December 2014

Jólafréttabréfið 2014 komið út

By | Fréttir

Í byrjun desembermánaðar kom út nýtt jólafréttabréf Félagsbústaða hf. Margt er í fréttum en að vanda er mikil áhersla lögð á eldvarnir. Í því ljósi er sérstakur jólaleikur vegna rafhlöðuskipta ásamt viðtali við leigjanda sem lenti í eldsvoða og öðru forvarnartengdu efni.

Jólaleikurinn er hluti af eldvarnarátaki Félagsbústaða og VÍS og er ætlaður til þess að hvetja leigjendur til að skipta um rafhlöðu í reykskynjurum sínum sem fyrst. Eina sem þeir þurfa að gera er að vera snöggir til að skipta um rafhlöðuna og skrá sig til leiks í gegnum heimasíðuna.

Skráning til þátttöku er opin til 3. í aðventu eða sunnudaginn 14.desember en að þeim tíma loknum verða þrír heppnir þátttakendur dregnir út og hljóta þeir bragðgóðar og öruggar gjafakörfur frá Ostabúðinni að launum. Við hvetjum alla leigjendur til að taka þátt og stuðla að að öruggari jólahátíð á heimilum sínum.

Ýtið hér til að skrá ykkur til leiks.

Í öðrum fréttum er fjallað um húsnæði fyrir fatlað fólk, öryggismyndavélar í sameignum fjölbýlishúsa félagsins og viðurkenningu frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur á að félagið er Fyrirmyndarstofnun árið 2014.

 

Fréttabréfið er prentað 2.400 eintökum á endurunninn pappír og dreift til allra leigjenda Félagsbústaða.

Hægt er að nálgast fréttabréfið hér á heimasíðunni í pdf-skjali.