Monthly Archives

June 2015

Frí starfsfólks í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

By | Fréttir

Félagsbústaðir hf. heiðrar aldarafmæli kosningaréttar kvenna með því að gefa öllu starfsfólki félagsins frí eftir hádegi á kvennadaginn 19.júní nk. Skrifstofa félagsins verður því lokuð eftir hádegi þann dag til þess að gera starfsfólki kleift að sækja hátíðahöld í tilefni dagsins.

Símatími viðhaldsþjónustu fellur einnig niður þennan dag og er leigjendum bent á að hafa samband við borgarvaktina í síma 411-1111 varðandi brýn neyðartilvik sem ekki þola bið.

Félagsbústaðir hf. hafa frá stofnun félagsins lagt ríka áherslu á jafnréttismál innan vinnustaðarins varðandi jafnræði, jafnrétti kynjanna, jafna kynjaskiptingu og jafnlaunastefnu þar sem laun ráðast af menntun, reynslu og ábyrgð en ekki kynferði.

Starfsfólk Félagsbústaða hf. óskar Íslendingum öllum til hamingju í tilefni þessara tímamóta og hvetja landsmenn til að gera sér glaðan dag á hátíðahöldum kvennadagsins.