Monthly Archives

August 2016

Markmið Félagsbústaða í loftslags- og umhverfismálum

By | Fréttir

Í samræmi við yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum sem Félagsbústaðir undirrituðu við hátíðlega athöfn í Höfða þann 16.nóvember 2015, hefur félagið sett sér markmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs í starfsemi fyrirtækisins. Undirritun yfirlýsingarinnar var forsíðufrétt fréttabréfs Félagsbústaða í desember sl. eins og lesa má hér.

Markmiðin er í takt við þau viðmið sem komið hafa fram á fræðslufundum Festu og unnin í góðu samstarfi nefndar starfsmanna og stjórnenda Félagsbústaða með faglegri ráðgjöf Stefáns Gíslasonar hjá Environice.

Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdarstjóri Félagsbústaða undirritaði markmiðin f.h. félagsins þann 30.júní sl. og hægt er að skoða þau hér á heimasíðunni. Einnig má lesa frétt um markmiðin á facebook-síðu Festu.

Markmiðasetningin er stórt skref fram á við í þeirri vegferð Félagsbústaða að framfylgja sinni ágætu umhverfisstefnu og sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Nánar verður fjallað síðar um þau verk og aðgerðir sem farið verður í til að ná fram þeim markmiðum sem stefnt er að.