Monthly Archives

December 2016

Gleðilega hátíð!

By | Fréttir

Félagsbústaðir óska öllum sínum leigjendum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samstarfið á líðandi ári.


Jólaleikur VÍS & Félagsbústaða

By | Fréttir

 

Þriðju jólahátíðina í röð viljum við hvetja leigjendur til að skipta um rafhlöðu í reykskynjara með jólaleik VÍS & Félagsbústaða þar sem glæsilegar gjafakörfur eru í verðlaun.

 

Það eina sem þeir þurfa að gera er að vera snöggir að skipta um rafhlöðuna um leið og hún berst með fréttabréfinu og skrá sig til leiks í gegnum heimasíðu VÍS.

Skráning til þátttöku er opin til og með Þorláksmessu þann 23.desember en að þeim tíma loknum verða þrír heppnir þátttakendur dregnir út og hljóta þeir veglegar og öruggar gjafakörfur frá Ostabúðinni í verðlaun.

 

Fjallað er um jólaleikinn og forvarnir í jólahátíðinni á baksíðu fréttabréfs Félagsbústaða sem er nýútkomið. Hægt er að nálgast það hér.

 

Jólafréttabréfið 2016 og jólaleikur

By | Fréttir

Nú er nýútkomið fréttabréf Félagsbústaða og er því dreift til allra leigjenda félagsins ásamt rafhlöðu í reykskynjara í boði Vátryggingafélags Íslands.

Að vanda er margt fréttnæmt og ber þar helst að nefna forsíðufrétt um afhendingu á nýbyggðu sambýli í Þorláksgeisla og undirbúning að byggingu tveggja annarra sambýla að Austurbrún og í Kambavaði.

Þá kennir ýmissa grasa í ávarpi framkvæmdastjóra en þar er fjallað um ný húsnæðislög sem samþykkt voru á Alþingi, breytingar á húsnæðisbótakerfinu og breytt rekstrarumhverfi Félagsbústaða. Auk þess er frétt um loftslagsmarkmið Félagsbústaða og þátttöku félagsins í Grænum skrefum ásamt kaupum á rafbíl.

Sem fyrr er umfjöllun um forvarnarmál umfangsmikil í fréttabréfinu enda er desember sá mánuður sem eldsvoðar á heimilum eru tíðastir. Að því marki halda VÍS og Félagsbústaðir áfram sínu góða samstarfi í eldvörnum með góðum forvarnaráðum og með því að dreifa rafhlöðum í reykskynjarar til leigjenda áttundu jólin í röð.

Til að hvetja leigjendur til dáða í að skipta sem fyrst um rafhlöður í reykskynjurum hafa VÍS og Félagsbústaðir ákveðið að endurtaka jólaleik síðustu tveggja ára. Það eina sem leigjendur þurfa að gera er að vera snöggir að skipta um rafhlöðuna þegar hún berst og skrá sig til leiks í gegnum heimasíðu VÍS.

 

Skráning til þátttöku er opin til og með Þorláksmessu þann 23.desember en að þeim tíma loknum verða þrír heppnir þátttakendur dregnir út og hljóta þeir veglegar og öruggar gjafakörfur frá Ostabúðinni að launum. Við hvetjum alla leigjendur til að taka þátt og stuðla að öruggari jólahátíð á heimilum sínum.

Ýtið hér til að skrá ykkur til leiks.

Fréttabréfið er prentað af Leturprent í 2.500 eintökum á endurunninn pappír og dreift til allra leigjenda Félagsbústaða.

Þeir sem sakna þess að hafa ekki fengið fréttabréfið í hús til sín eða hafa fleiri en einn reykskynjara á heimilinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við símatíma bilannatilkynninga milli kl.13:00-15:00 í síma 520-1550. Þá er einnig hægt að senda fyrirspurn á framkvæmdadeild í sömu erindagjörðum.

Hægt er að nálgast fréttabréfið hér á heimasíðunni í pdf-skjali.