Áætlanir

Árlegar eru gerð áætlun til næstu fimm ára um rekstur efnahag og sjóðstreymi ásamt útgönguspá fyrir líðandi ár

Áætlun fyrir næsta ár niður á mánuði er útfærð samhliða. Áætlanir eru lagðar fyrir stjórn til samþykktar.

Fimm ára áætlun

Að hausti er uppfærð 5 ára áætlun félagsins og kynnt í formi frumvarps til borgarráðs Reykjavíkur. Frumvarpið byggir á 6 mánaða uppgjöri félagsins og er tekin inn í samstæðuuppgjör Reykjavíkurborgar. Áætlunin er uppfærð eftir að 9 mánaða uppgjör Félagsbústaða liggur fyrir. Ef breytingar eru óverulegar frá frumvarpi þarf ekki að uppfæra áætlanir félagsins í samstæðureikningum Reykjavíkurborgar.

Í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að ytra umhverfi þróist í takt við sviðsmynd sem settar eru fram af Reykjavíkurborg. Áætlun um þróun eignasafns er unnin í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Fimm ára áætlun Félagsbústaða má sjá hér.

Árs áætlun

Samhliða uppfærslu á fimm ára áætlun félagsins er gerð rekstraráætlun niður á mánuð fyrir komandi ár. Árangur í rekstri er borin saman við áætlun á stjórnarfundum í kjölfar uppgjöra. Áætlunin skilgreinir heimildir framkvæmdastjóra fyrir komandi rekstrarár.

Árs áætlun Félagsbústaða má sjá hér.