Almennt um ferlið

Umsækjandi um leiguhúsnæði hjá Félagsbústöðum þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði

  • að vera orðinn 18 ára á umsóknardegi.
  • að hafa átt lögheimili í Reykjavík a.m.k. síðustu 3 árin samfellt áður en umsókn berst.
  • að vera undir ákveðnum eigna- og tekjumörkum.

Heimilt er að taka tillit til skuldastöðu / greiðslubyrði umsækjanda. Hægt er að sækja um undanþágu frá tekju- og eignamörkum.

Umsóknir skulu berast Velferðarsviði Reykjavíkurborgar en umsóknareyðublöð fást hjá félagsráðgjöfum á borgarhlutaskrifstofum Velferðarsviðsins. Upplýsingar um fylgigögn, undanþágur o.fl. er að finna hér á heimasíðu Velferðarsviðsins.

Velferðarsviðið annast jafnframt úthlutun á íbúðum samkvæmt reglum um leigurétt og úthlutun á félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík.

Reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt húsnæði

Húsnæðisbætur

Þeir leigjendur eiga rétt á húsaleigubótum sem leigja íbúðarhúsnæði til búsetu og eiga þar lögheimili.

Það eru skilyrði húsaleigubóta að húsaleigusamningur um viðkomandi húsnæði sé til þriggja mánaða eða lengri tíma og að honum hafi verið þinglýst (leigjendur Félagsbústaða eru undanþegnir þinglýsingu). Nánari upplýsingar um húsnæðisbætur er að finna hjá Velferðarráðuneytinu.