Ársreikningur Félagsbústaða hf. 2017

By March 7, 2018 Fréttir

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti ársreikning 2017 á fundi sínum í gær þann 6.mars. Helstu kennitölur reikningsins eru:

 

 

 

 

 

 

Félagsbústaðir eru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands og fylgir þeim reglum sem gilda um skráð félög. Á vefsíðu félagsins má nálgast nánari upplýsingar m.a. um stjórn og stjórnarhætti.

Sjóðstreymi sýnir að handbært fé frá rekstri er 653 millj. kr. 2017 samanborið við 500 millj. kr. árið á undan. Afborganir lána á tímabilinu nema 584 millj. kr. en það sýnir að sjóðstreymi sendur undir afborgunum lána. Félagið stendur því undir markmiði sínu um að vera sjálfbært. Geta má þess að 45 millj. kr. lífeyrisskuldbinding er gjaldfærð sem launakostnaður á árinu en það er einskiptis kostnaður. Fjárfestingahreyfingar námu 3.854 millj. kr. en fjármögnunarhreyfingar 1.650 millj. kr. Handbært fé lækkaði um 1.550 millj. kr.  á árinu og er 48 millj. kr. í árslok.

Samkvæmt samþykktum félagsins er ekki greiddur arður í félaginu heldur er öllum hagnaði ráðstafað í uppbyggingu félagsins í anda markmiðs þess að starfa í  þágu almannaheilla. Allur hagnaður er tilkominn vegna hækkunar á virði fasteigna félagsins, matsbreytingar sem nam 7.604 millj. kr. sem verður ekki innleystur nema með sölu eignanna.

Helstu verkefni og framtíðarhorfur

Á árinu var undirbúið skuldabréfaútboð á vegum félagsins. Fyrsta útboð félagsins á skuldabréfum fór fram 11. janúar 2018 og stefnir félagið á að vera reglulegur útgefandi skuldabréfa á árinu 2018.

Félagsbústaðir áforma að fjölga leigueiningum um 124 árið 2018.  Á vegum Félagsbústaða eru í smíðum tveir búsetukjarnar fyrir fatlaða einstaklinga sem ráðgert er að verði teknir í notkun á miðju ári 2018.

Til að tryggja sjálfbærni í rekstri var í ágústmánuði 2017 leiguverð allra leigueininga hækkað um 5%. Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur hækkaður hjá Reykjavíkurborg. Að jafnaði hækkaði því greiðslubyrði leigutaka Félagsbústaða óverulega vegna hækkunar á leiguverði. Áætlað er að leiguverð hækki aftur um 5% á seinni hluta ársins 2018.