Endurgerð Bjarnaborgar

By June 1, 2005 Fréttir
Framkvæmdir við endur-gerð Bjarnaborgar standa enn yfir. Mikið er búið að gera en margt er enn eftir. Eins og oft vill verða þegar verið er að gera upp gömul hús hefur umfang verksins orðið mun meira en hægt var að gera sér grein fyrir í upphafi. Frá upphafi var ákveðið að vanda vel til þessa verks enda er hér um afar sérstakt og merkt hús í sögu borgarinnar að ræða. Óhjákvæmilega verða íbúar hússins fyrir ýmsum óþægindum og ónæði á meðan á framkvæmdum stendur og biðja Félagsbústaðir hér með velvirðingar á því. Gert er ráð fyrir að öllum framkvæmdum verði lokið í haust.