Fjárfestatengsl og regluvarsla

Fjárfestatengill er í samskiptum við fjárfesta og tryggir að félagið og rekstur þess sé kynnt fyrir aðilum á markaðnum með skýrum og hnitmiðuðum hætti

Fjárfestatengill er Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri, sigrun@felagsbustadir.is

Regluvörður sinnir starfi sínu innan þess lagaramma sem gildir um útgefendur fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Regluvörður hefur það hlutverk að hafa almenna umsjón með að reglum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja séu fylgt. Regluvörður sér um að setja saman, viðhalda og senda Fjármálaeftirlitinu skrá yfir fruminnherja og tímabundna innherja, auk þess sem hann hefur eftirlit með viðskiptum innherja samkvæmt

Regluvörður er Kristín Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, kristin@felagsbustadir.is

Fjárhagsáætlanir

Árlega eru gerð áætlun til næstu fimm ára um rekstur efnahag og sjóðstreymi ásamt útgönguspá fyrir líðandi ár
Áætlun fyrir næsta ár niður á mánuði er útfærð samhliða. Áætlanir eru lagðar fyrir stjórn til samþykktar.
Fimm ára áætlun
Að hausti er uppfærð 5 ára áætlun félagsins og kynnt í formi frumvarps til borgarráðs Reykjavíkur. Frumvarpið byggir á 6 mánaða uppgjöri félagsins og er tekin inn í samstæðuuppgjör Reykjavíkurborgar. Áætlunin er uppfærð eftir að 9 mánaða uppgjör Félagsbústaða liggur fyrir. Ef breytingar eru óverulegar frá frumvarpi þarf ekki að uppfæra áætlanir félagsins í samstæðureikningum Reykjavíkurborgar.

Í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að ytra umhverfi þróist í takt við sviðsmynd sem settar eru fram af Reykjavíkurborg. Áætlun um þróun eignasafns er unnin í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkurborgar.
Fimm ára áætlun Félagsbústaða má sjá hér.

Árs áætlun
Samhliða uppfærslu á fimm ára áætlun félagsins er gerð rekstraráætlun niður á mánuð fyrir komandi ár. Árangur í rekstri er borin saman við áætlun á stjórnarfundum í kjölfar uppgjöra. Áætlunin skilgreinir heimildir framkvæmdastjóra fyrir komandi rekstrarár.  Eins árs áætlun Félagsbústaða má sjá hér.