Fjármáladeild

Svör við algengum spurningum varðandi fjármál Félagsbústaða

Hvert á að leita varðandi greiðslu á húsaleigu eða vandamál því tengdu?

  • Fjármáladeild annast þá hlið mála og er símatími innheimtustjóra frá kl. 11:00-12:00 í síma 520-1560 alla virka daga. Alltaf má hafa samband vegna húsaleiguskuldar með tölvupósti á netfangið innheimta@felagsbustadir.is.

Hvernig er upphæð húsaleigu útreiknuð?

  • Leiga er reiknuð út frá fasteignamati íbúðar.

Hvað gerist ef húsaleiga er ekki greidd?

  • Gjalddagi húsaleigu er 1. hvers mánaðar og eindagi 10 dögum síðar. Ef húsaleiga er ekki greidd 35 dögum eftir gjalddaga eða 5.-6. næsta mánaðar þá fer krafan í innheimtu hjá Motus. Þegar vanskil húsaleigu eru orðin 3 mánuðir er krafan send til Lögheimtunnar þar sem útburðarferli hefst.

Hvert á að leita til að fá upplýsingar um greiðslu reikninga?

  • Fjármáladeild sér um greiðslu og bókun reikninga. Það er hægt að hafa samband í gegnum skiptiborðið í síma 520 1500. Eins má alltaf hafa samband með tölvupósti á bokhald@felagsbustadir.is