Húsreglur Félagsbústaða

 • Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um
 • Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um sameiginlegt húsrými og lóð
 • Íbúum ber ætíð að hafa í huga að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði. Allar athafnir og samskipti íbúa sem valdið geta óþægindum eru brot á húsreglum þessum. Frá kl. 24:00 til 07:00 má enga háreysti hafa er raskað gæti svefnfrið manna í öðrum íbúðum.
 • Útidyr skulu jafnan vera læstar, svo og allar hurðir að sameiginlegu rými.
 • Forðast skal alla háreysti í stigahúsi og börn skulu ekki hafa sameiginlegt rými að leikvangi.
 • Óheimilt er að geyma muni, reiðhjól, barnavagna og kerrur, fótabúnað eða annað það, sem veldur þrengslum, óþrifum eða óprýði í sameigninni. Bannað er að losa sig við muni í sameignina sem fara eiga í endurvinnslustöðvar Sorpu.  Reiðhjól, barnakerrur og vagna skal geyma í sérstakri geymslu. Bannað er að geyma vélhjól í húsinu.
 • Ekki má skilja neitt eftir fyrir utan útihurðir eða á gangbrautum við húsið sem truflar eðlilega umferð.
 • Sameiginleg bílastæði eru eingöngu ætluð fyrir nothæfa bíla og eru númerslausir bílar, kerrur, tjaldvagnar og hjól- eða fellihýsi fjarlægð af bílastæðunum.
 • Ekki má hengja þvott á svalir ofan svalahandriðs. Óheimilt er að geyma á svölum hússins nokkuð, sem valdið getur óþægindum eða spillt getur útliti. Bannað er að hreinsa á svölum gólfteppi eða dregla.
 • Dýrahald er leyfilegt í fjöleignarhúsum Félagsbústaða en er háð almennum reglum og samþykktum íbúa sbr.  33. gr. a.  í lögum um fjöleignahús nr. 26/1994
 • Bannað er að aðhafast nokkuð eða hafa til geymslu eitthvað sem óþrifnaður eða óþefur er af. Sorp skal sett í umbúðir og vandlega lokað fyrir svo ekkert losni úr þeim á leið niður sorprásina. Í samræmi við umhverfisstefnu Félagsbústaða ber að fara með allt endurvinnanlegt sorp í endurvinnslustöðvar Sorpu.
 • Íbúar skipta með sér að jöfnu afnotum af sameiginlegu þvottahúsi þar sem það á við samkvæmt reglum sem um það hafa verið settar.
 • Leigjendur eru ábyrgir fyrir sameiginlegum skyldum sínum við þrif á sameign þar sem það á við.
 • Reykingar eru bannaðar í sameign hússins.

Brot á reglum þessum geta valdið riftun á húsaleigusamningi.

Athugið! Taka skal fram að húsreglur þessar eiga eingöngu við þegar um ræðir fjöleignarhús í fullri eigu Félagsbústaða hf. Í þeim tilvikum sem Félagsbústaðir hf. eiga stakar íbúðir gilda húsreglur hvers húsfélags fyrir sig.