Til þess að tryggja fjölskyldum og einstaklingum sem ekki er unnt að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslu eða annarra félagslegra aðstæðna  hefur  Reykjavíkurborg falið Félagsbústöðum að tryggja framboð af félagslegu leiguhúsnæði í borginni.

Sótt er um leiguhúsnæði á heimasíðu Reykjavíkurborgar eða á þjónustumiðstöðvum velferðarsviðs borgarinnar. Velferðarsvið ber ábyrgð á  úthlutun íbúða í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði. Reglurnar ná yfir allt félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík og er þar átt  við almennt félagslegt leiguhúsnæði, húsnæði fyrir fatlað fólk, þjónustuíbúðir aldraða og húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir.

Félagsbústaðir eiga og reka félagslegar leiguíbúðir í Reykjavíkurborg. Hafi umsókn um úthlutun verið samþykkt sjá Félagsbústaðir um allt það sem snýr að samskiptum leigusala og leigjanda, eins og gerð leigusamninga, innheimtu leigugjalds, viðhaldsmál, o.s.frv.

Til þess að geta sótt um leiguhúsnæði þarf viðkomandi m.a. að:

  • vera orðinn 18 ára á umsóknardegi eða 67 ára ef sótt er um þjónustuíbúð aldraðra.
  • hafa átt lögheimili í Reykjavík síðustu 12 mánuði áður en umsókn berst.
  • vera undir ákveðnum eigna- og tekjumörkum eða vera með staðfesta fötlunargreiningu eða þjónustuþörf.

Nánar upplýsingar um umsóknir um félagslegt húsnæði er að finna hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.
Reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leigushúsnæði má finna hér. 

Hér má finna tengla í umsóknir um félagslegt húsnæði hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Umsókn um almennt félagslegt húsnæði *
Umsókn um þjónustíbúð 
Umsókn um húsnæði fyrir fatlað fólk 
Umsókn um húsnæði fyrir heimilislaust fólk