Félagsbústaðir taka ekki á móti umsóknum um félagslegt húsnæði heldur skal umsókn berast Velferðarsviði Reykjavíkur.  Félagslegt húsnæði hjá Reykjavíkurborg er ætlað fyrir fólk sem getur ekki séð sér og sínum fyrir húsnæði vegna lágra tekna eða félagslegra aðstæðna. Velferðasvið Reykjavíkur hefur ákvörðunarrétt um úthlutun á íbúðum, en Félagsbústaðir annast formlega afhendingu á lyklum, skráningu öðru er viðkemur rekstri um umsón hins leigða húsnæðis.

Umsækjandi um leiguhúsnæði hjá Félagsbústöðum þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði

  • að vera orðinn 18 ára á umsóknardegi.
  • að hafa átt lögheimili í Reykjavík a.m.k. síðustu 3 árin samfellt áður en umsókn berst.
  • að vera undir ákveðnum eigna- og tekjumörkum.

Nánar upplýsingar um umsóknir um félagslegt húsnæði er að finna hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.
Reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leigushúsnæði má finna hér. 

Hér má finna tengla í umsóknir um félagslegt húsnæði hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Umsókn um almennt félagslegt húsnæði *
Umsókn um þjónustíbúð 
Umsókn um húsnæði fyrir fatlað fólk 
Umsókn um húsnæði fyrir heimilislaust fólk