Útreikningur á leiguverði

Almennar íbúðir

Mánaðar leiguverð almennra félagslegra íbúða Félagsbústaða hf., sem á annað borð hafa skilgreint fasteignamat fyrir leigueiningu, er ákvarðað sem einn tólfti af margfeldi gildandi fasteignamats leigueiningar árið 2017 og leigustuðuls fyrir ólík póstnúmer samkvæmt töflunni hér til hliðar.

Leiguverð uppreiknast mánaðarlega samkvæmt neysluvísitölu frá 01.02.2017.

Dæmi: FastMat 2017 kr. 25.100.000 *0.0598 / 12 =  kr. 125.082 á mánuði.

Nýlegar íbúðir

Ef íbúð er nýleg og ekki er til fyrir hana fasteignamat frá árinu 2017 er það áætlað út frá nýrra fasteignamati eignarinnar og þróun fasteignamats í viðkomandi hverfishluta.

Stofnverð íbúða samanstendur af kaupverið, kostnaði við fjármögnun og standsetningarkostnaði ef einhver er.  Ef stofnverð almennra íbúðar er lægra en fasteignamat verður mánaðar leiguverð reiknað eins og sýnt er hér að ofan.

Herbergjasambýli

Í herbergjasambýlum og íbúðasambýlum er eftir atvikum leigu sameignar deilt milli íbúa og velferðarsviðs í samræmi við reglugerð nr. 370 sem gefin var út af velferðarráðuneytinu og tók gildi 29. apríl 2016.