Leiguverð reiknað út frá fasteignamati og hverfi

Félagsbústaðir miða leiguverð sitt sem hlutfall af fasteignamati eignar og hlutfall þetta er kallað leigustuðull og er mismunandi eftir íbúahverfum.

Markmið er að draga úr vægi hans í þeim hverfum þar sem fasteignaverð er hærra. Leiga er því reiknuð út frá Fasteignamat viðkomandi eignar út frá síðast liðins árs og því deilt í 12 almannaksmánuði ársins margfaldað með leigustuðli.

Póstnúmer                    Leigustuðull
101, 107                       5,0%
103, 104, 105, 108         5,44%
110, 112, 113                6,28%
109, 111                       6,41%


Dæmi um húsaleigu:

62 fm. fasteign í Vestubæ Reykjavíkur.
Fasteignamat  33.000.000 / 12 mánuði margfaldað með 5% (0.05) mánaðarleiga 137.500 kr
59 fm fasteign í Efra Breiðaholti
Fasteignamat  20.900.000 / 12 mánuði margfaldað með 6,41% (0.0641) mánaðarleiga 111.640 kr

 

Leiguverð reiknað út frá flatarmáli
Ekki eru allar leigueiningar Félagsbústaða með skilgreint fasteignamat eða eru það nýjar að fasteignamat liggur ekki fyrir. Við slík tilvik er neðangreind aðferð notuð við útreikning.

Grunnleiga=Leigufasti + (fermetraverð+stærð)

Leigufasti kr. 41.036 er grunnleiga fyrir hverja leigueiningu óháð stærð og gerð. Til viðbótar bætist við verð fyrir hvern fermeter kr. 1.058. Húsaleigan uppfærist mánaðarlega í samræmi við breytingu á neysluvísitölu til verðtryggingar.


Dæmi um leiguverð 

  • Stærð íbúðar 48 m²
  • Leigufasti 41.036 kr/íbúð
  • Fermetraverð 1.058 kr./m²

Grunngildi húsaleigu á mánuði:

41.036 kr. + 1.058 kr / m² * 48 m² = 91.811 kr.