Útreikningur á leiguverði

Leiguverð Félagsbústaða er reiknað út frá tveimur megin forsendum .

Aðferð A: Byggt á fasteignamati 2017

Miðað er við fasteignamat 2017 og leigustuðul sem er mismunandi eftir hverfum/póstnúmerum sem hér segir:

Leiguhverfi Póstnúmer Leigustuðull
Vestur 101, 107 5,0%
Miðja 103, 104, 105, 108 5,44%
Árbær/Grafarvogur 110, 112, 113 6,28%
Breiðholt 109, 111 6,41%

Grunngildi mánaðarleigu er reiknuð út samkvæmt formúlunni

 

 

Húsaleigan uppfærist mánaðarlega í samræmi við breytingu á neysluvísitölu til verðtryggingar frá janúar 2017.

Dæmi um leiguverð íbúðar í hverfi 110 í maí 2018.

  • Fasteignamat íbúðar kr. 25.000.000
  • Leigustuðull póstnúmer 110 er 6,28%
  • Vísitala janúar 2017 er 438,4
  • Vísitala maí 2018 er 452,0

Grunngildi húsaleigu á mánuði:

25.000.000 kr. * 0,0628 / 12 = 130.833 kr.

Með vísitölubreytingu

130.833 kr. * 452,0 / 438,4 = 134.892 kr.

Aðferð B: Byggt á flatarmáli

Það eru ekki allar leigueiningar Félagsbústaða með skilgreindu fasteignamati 2017 eða eru það nýjar að fasteignamat nær ekki aftur til 2017. Eftirfarandi aðferð er notuð við útreikning við þannig aðstæður.

 

 

Leigufasti kr. 41.036 er grunnleiga fyrir hverja leigueiningu óháð stærð og gerð. Til viðbótar bætist við verð fyrir hvern fermeter kr. 1.058. Húsaleigan uppfærist mánaðarlega í samræmi við breytingu á neysluvísitölu til verðtryggingar frá janúar 2017.

Dæmi um leiguverð íbúðar án fasteignamats 2017

  • Stærð íbúðar 48 m²
  • Leigufasti 41.036 kr/íbúð
  • Fermetraverð 1.058 kr./m²

Grunngildi húsaleigu á mánuði:

41.036 kr. + 1.058 kr / m² * 48 m² = 91.811 kr.

Með vísitölubreytingu

91.811 kr * 452,0/438,4 = 94.659 kr.