Markmið og gildi

  • Stefnt að breytingu á rekstri félagslegs leiguhúsnæðis í borginni í líkingu við það sem tíðkast í sambærilegum rekstri í Vestur-Evrópu.
  • Að beita í rekstrinum faglegum vinnubrögðum í þeim tilgangi að halda leiguverði í lágmarki og bæta þjónustu við leigjendur.
  • Að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni til þess að mæta húsnæðisþörf þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum.
  • Félagsbústaðir hf. starfa í þágu almannaheilla.
  • Rekstur Félagsbústaða hf. verði sjálfbær (non profit).