Móavegur, Spöngin

Stutt yfirlit um verkið

Við Móaveg í Grafarvogi munu fljótlega hefjast framkvæmdir við byggingu á 120 íbúða fjölbýliskjarna á vegum Bjargs, sem er fasteignaþróunarfyrirtæki á vegum ASÍ og BSRB.  Félagsbústaðir hafa gengið frá kaupum á 24 íbúðum úr verkefninu.  Ráðgert er að framkvæmdir hefjist snemma á árinu 2018 og fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar um mitt ár 2019.