Niðurstaða skuldabréfaútboðs

Lokuðu útboði Félagsbústaða hf. á skuldabréfum þann 11. janúar 2018 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í tveimur nýjum flokkum, FB100366 og FB100366u.

Alls bárust tilboð í FB100366 að nafnvirði 2.260 m.kr. á bilinu 2,47% – 3,20%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 685 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,77%.

Alls bárust tilboð í FB100366u að nafnvirði 1.320 m.kr. á bilinu 2,77% – 3,40%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 300 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,84%.

Stefnt er að töku skuldabréfaflokkanna til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hefur umsjón með fyrirhugaðri skráningu en bankinn hafði einnig umsjón með ofangreindu útboði skuldabréfanna.

Gjalddagi áskrifta, afhending bréfa og skráning á Aðalmarkað Nasdaq Iceland er fyrirhuguð 22. janúar næstkomandi en Nasdaq Iceland tilkynnir um fyrsta viðskiptadag með eins dags fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir:
Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf., sími 520-1500, audun@felagsbustadir.is

Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., sími 444-7337, verdbrefamidlun@arionbanki.is