Nýbyggingar

Hér gefur á að líta yfirlit yfir þau verkefni sem við vinnum að hverju sinni tengt nýbyggingum

Austurbrún og Kambavað

Félagsbústaðir standa um þessar mundir að byggingu á tveimur búsetukjörnum fyrir mikið fatlaða einstaklinga við Kambavað og við Austurbrún.  Í hvoru verkefni eru 6 sérhannaðar íbúðir auk samverurýma og aðstöðu fyrir starfsfólk.  Ráðgert er að húsin verði tilbúin til notkunar vorið 2018.

Nánar

Móavegur

Við Móaveg í Grafarvogi munu fljótlega hefjast framkvæmdir við byggingu á 120 íbúða fjölbýliskjarna á vegum Bjargs, sem er fasteignaþróunarfyrirtæki á vegum ASÍ og BSRB.  Félagsbústaðir hafa gengið frá kaupum á 24 íbúðum úr verkefninu.  Ráðgert er að framkvæmdir hefjist snemma á árinu 2018 og fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar um mitt ár 2019.

Nánar

Einholt og Þverholt

Á vegum Búseta eru að rísa glæsileg fjölbýlishús við Einholt og Þverholt í Reykjavík.  Félagsbústaðir eiga kauprétt á 20 íbúðum úr þessu verkefni.  Fyrsta áfanga þess er lokið og gengið hefur verið frá kaupum og afhendingu á 5 íbúðum úr verkefninu.

 

Nánar

Keilugrandi

Við Keilugranda í Reykjavík undirbýr Búseti uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum á reit sem kenndur hefur verið við Grýtu. Félagsbústaðir eiga kauprétt á 18 litlum íbúðum úr þessu verkefni, sem ráðgert er að verði lokið við í upphafi árs 2020.

Nánar