Leiguverð hjá Félagsbústöðum og almennum markaði

Hér má sjá leiguverð á 2ja og 3ja herbergja íbúðum hjá Félagsbústöðum annars vegar og markaði hins vegar.

Grafið hér að neðan sýnir þróun leiguverðs á tveggja herbergja íbúðum í Reykjavík yfir tveggja ára tímabil, frá júlí 2016 til júní 2018. Í ágúst 2017 var leiguverð hjá Félagsbústöðum hækkað um 5%. Þá hækkun má sjá á neðri línunni.

Hér að neðan er graf sem sýnir þróun á leiguverði þriggja herbergja íbúða í Reykjavík yfir tveggja ára tímabil, frá júlí 2016 til júní 2018.

 

 

 

 

 

 

 

Af báðum þessum gröfum má sjá að leiguverð á almennum markaði hefur verið flöktandi á þessu tímabili, miðað við mjög stöðugt leiguverð á íbúðum Félagsbústaða.

Samanburður á leiguverði í Reykjavík

Hér má sjá samanburð á leiguverði á markaði annars vegar og á íbúðum Félagsbústaða hins vegar.

Samanburðurinn er gerður með tilliti til íbúðarstærðar.

Grafið sýnir í bláum línum leiguverð á íbúðum á markaði fyrir hvert svæði. Rauðu línurnar sýna verð á íbúðum Félagsbústaða fyrir sömu svæði.

Á lárétta ásnum eru fermetrar. Á lóðrétta ásnum er mánaðarleiga í krónum.

Af grafinu má sjá að leiga á íbúðum í eigu Félagsbústaða er töluvert lægri en á almennum markaði. Þessi munur er minnstur fyrir litlar íbúðir, en stækkar í takt við stækkandi íbúðir.

Hér má sjá töflu með leiguverðum á íbúðum á almennum markaði og Félagsbústöðum, flokkað eftir herbergjafjölda. Tölurnar eru teknar í júní 2018. Þar má einnig sjá hlutfall þar á milli.

Stærð íbúðar Markaður Félagsbústaðir Ma/FB FB/Ma
Stúdíó 129.069 90.092 143,3% 69,8%
2ja herbergja 170.212 108.429 157,0% 63,7%
3ja herbergja 193.089 132.972 145,2% 68,9%
4ra herbergja og yfir 226.874 153.385 147,9% 67,6%

Skipting í svæði

Borginni er skipt í fjögur eftirfarandi svæði.

 • Vestur – svæðið vestan Kringlumýrarbrautar.
  • Póstnúmer 101 og 107
 • Miðja – svæðið milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar.
  • Póstnúmer 103, 104, 105 og 108
 • Graf – Grafarvogur, Grafarholt, Árbær og Norðlingaholt.
  • Póstnúmer 110, 112, 113 og 116
 • Breiðholt – efra og neðra Breiðholt
  • Póstnúmer 109 og 111

Gögn

Gögn um leiguverð á markaði eru fengin frá Þjóðskrá Íslands, www.skra.is. Innifalið í verðum á markaði er stundum hiti, en sjaldan rafmagn og hússjóður.

Gögn um leiguverð Félagsbústaða eru fengin úr gagnagrunni félagsins. Verðin eru án hússjóðs, hita og rafmagns fyrir almennar íbúðir.

Gögnin í þennan samanburð eru frá janúar 2016 til janúar 2018.