Skúlagata 64-80

By August 20, 2003 Fréttir
Viðhaldsframkvæmdir að Skúlagötu 64-80 ganga samkvæmt áætlun. Húsið hefur nú þegar tekið miklum stakkaskiptum og mun verða enn glæsilegra þegar verkinu lýkur þann 1.október nk. Búið er að endursteina húsið að hluta og áhugavert að sjá muninn fyrir og eftir aðgerðir. Aðrir verkþættir svo sem vinna við þak, tvöföldun á gleri og einangrun er vel á veg komin. Samstarf við íbúa hefur almennt gengið mjög vel og kunna Félagsbústaðir þeim bestu þakkir og vonast eftir áframhaldandi velvild til loka verksins.