Starfsemi

Algengar spurningar um starfsemi Félagsbústaða

Hvar eru Félagsbústaðir til húsa?

  • Skrifstofa Félagsbústaða er að Hallveigarstíg 1, 3. og 4. hæð. Móttaka er á 3.hæð hússins ásamt fjármála- og þjónustudeild, en framkvæmdadeild er á 4.hæð. Auk þess er lageraðstaða, verkstæði og búslóðageymsla við Ártúnshöfða.

Hver er saga Félagsbústaða?

  • Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í desember 1996 að stofna hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar. Félagsbústaðir hf. voru stofnaðir 8. apríl 1997 og var byggt á norrænni reynslu af sambærilegum rekstri. Nánar um sögu Félagsbústaða.

Hver er tilgangur og markmið Félagsbústaða?

  • Megintilgangur Félagsbústaða er að eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík. Helsta markmið fyrirtækisins er að reka þjónustufyrirtæki á húsnæðismarkaði á sjálfbæran hátt í þágu almannaheilla. Nánar um tilgang og markmið Félagsbústaða.

Hver á Félagsbústaði?

  • Félagsbústaðir eru hlutafélag sem er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar.

Hversu margar íbúðir eru í eigu Félagsbústaða?

  • Í árslok 2015 áttu Félagsbústaðir hf. 2.326 íbúðir, samtals um 170 þús. m². Meðalstærð íbúða var 75 m². Fyrirtækið er einn stærsti aðilinn í rekstri íbúðarhúsnæðis á Íslandi. Nánar um fasteignir Félagsbústaða.

Hver skipar í stjórn Félagsbústaða og hverjir sitja í henni?

  • Borgarráð skipar í stjórn Félagsbústaða. Þrír menn sitja í stjórn fyrirtækisins ásamt framkvæmdastjóra og er núverandi formaður Haraldur Flosi Tryggvason. Nánar um stjórn Félagsbústaða og skýrslu stjórnar.

Hver er fjöldi starfsmanna Félagsbústaða og hvernig er hægt að hafa samband við þá?

  • Hjá fyrirtækinu starfa í dag 22 starfsmenn, þar af 6 í fjármáladeild, 6 í þjónustudeild og 8 í framkvæmdadeild auk framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra í upplýsingatækni. Hægt er að hafa samband við starfsmenn með tölvupósti eða gegnum skiptiborð í síma 520-1500. Nánar um starfsmannastefnu Félagsbústaða.

Í hvaða deildir skiptist starfsemi Félagsbústaða?

  • Starfsemi fyrirtækisins fer fram í þremur starfsdeildum: fjármála-, framkvæmda- og þjónustudeild.

Hver er stefna Félagsbústaða varðandi umhverfismál?

  • Undanfarin ár hefur verið unnið að mótun umhverfisstefnu fyrir Félagsbústaði.Umhverfisstefnan liggur nú fyrir í endanlegri mynd og er birt í heild sinni hér. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice er sérfróður á sviði umhverfismála og hefur verið ráðgjafi Félagsbústaða við þetta verk. Í vinnuferlinu hefur verið fundað með starfsmönnum og haldnir fræðslufundir fyrir starfsmenn og ýmsa verktaka sem vinna fyrir Félagsbústaði. Gerðir eru samgöngusamningar við þá starfsmenn sem kjósa að ferðast vistvænt til og frá vinnustað. Einnig gefur félagið reglulega út grænt bókhald yfir starfsemi sýna og leggur sig fram um að vera til fyrirmyndar í þessum málaflokki.