Þjónustudeild

Svör við algengum spurningum varðandi samskipti við íbúa

Hver annast gerð húsaleigusamnings?

 • Þjónustudeild Félagsbústaða annast gerð húsaleigusamninga og sinnir leigusalahlutverki félagsins. Símaafgreiðsla Félagsbústaða er alla virka daga frá kl. 9:00-15:00 í síma 520-1500.

Hvert á að leita vegna slæmrar umgengni annara íbúa eða brota á húsreglum?

 • Leita skal til þjónustudeildar á auglýstum símatíma varðandi framfylgni húsreglna og húsaleigulaga ásamt samskiptum við meðeigendur Félagsbústaða ef upp koma húsreglnabrot. Nánar um verkefni þjónustudeildar.

Hverjar eru húsreglur í fjöleignarhúsum Félagsbústaða?

Hverjar eru afleiðingar þess ef leigjendur brjóta húsreglur?

 • Brot á húsreglum geta valdið riftun á húsaleigusamningi.

Hvað gera leigjendur til að segja upp íbúð hjá Félagsbústöðum?

 • Tilkynna skal um uppsagnir á íbúð til þjónustudeildar. Við leigulok hittast fulltrúi Félagsbústaða og leigjandi í íbúðinni þar sem lyklum er skilað.

Hvert skal leita varðandi muni og rusl sem er í leyfisleysi í sameign (t.d. í hjólageymslu og á göngum)?

 • Leita skal til þjónustudeildar á auglýstum símatíma. Munir og hverskonar drasl frá leigjendum í sameign verður fjarlægt af Félagsbústöðum og á kostnað viðkomandi leigjanda eða húsfélags.

Hvað er gert við þá muni sem fjarlægðir eru úr sameign?

 • Félagsbústaðir hafa fullan rétt til að henda öllum þeim munum sem eru í sameign í trássi við húsreglur. Þó eru einstaka munir geymdir til skamms tíma ef ástæða þykir.

Er leyfilegt að leigja til ferðamanna?

 • Af gefnu tilefni vilja Félagsbústaðir vekja athygli á því að endurleiga íbúða félagsins til ferðamanna til lengri eða skemmri tíma, að hluta til eða í heild, er með öllu óheimil samkvæmt ákvæðum leigusamninga félagsins og leigutaka og samkvæmt ákvæðum húsaleigulaga. Slík endurleiga samræmist ekki heldur tilgangi hinnar félagslegu húsnæðisaðstoðar sem liggur að baki öllum leigusamningum félagsins, en þar komast færri að en vilja. Búast má við tafarlausri riftun samninga við broti á þessu banni.

Hver ber ábyrgð á lóðaumhirðu?

 • Leigjandi ber sjálfur ábyrgð á almennri lóðaumhirðu í einkagarði, þ.e slá gras, hreinsa beð, og trjáklippingar þannig að garðurinn líti snyrtilega út. Verði því ekki sinnt áskilja Félagsbústaðir sér rétt til að láta framkvæma þetta á kostnað leigjanda.

Annað

Hver annast úthlutun á íbúðum Félagsbústaða?

 • Velferðasvið Reykjavíkur hefur ákvörðunarrétt um úthlutun á íbúðum, en Félagsbústaðir annast formlega afhendingu á lyklum, skráningu o.fl.

Hvar er sótt um íbúð hjá Félagsbústöðum?

 • Umsóknir skulu berast Velferðarsviði Reykjavíkur og umsækjandi um leiguhúsnæði hjá Félagsbústöðum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Nánar um umsókn um húsnæði hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.

Hvar er hægt að fá fréttir af rekstri og starfsemi Félagsbústaða?

 • Fréttir af rekstri og starfsemi Félagsbústaða er að finna hér á heimasíðu félagsins. Einnig fá leigjendur heimsent fréttabréf 1-2 sinnum ári. Nánar um fréttir og fréttabréf.

Eiga leigjendur hjá Félagsbústöðum rétt á húsnæðisbótum og hvert skal leita varðandi þær?

 • Þeir leigjendur eiga rétt á húsnæðisbótum sem leigja íbúðarhúsnæði til búsetu og eiga þar lögheimili. Nánar um húsaleigubætur.

Hver ber ábyrgð og kostnað á skemmdum á íbúð Félagsbústaða?

 • Ef leigjandi eða aðili honum tengdur hefur valdið skemmdunum þá ber hann ábyrgð og gæti þurft að greiða kostnaðinn af viðgerð. Skemmdir af völdum utanaðkomandi þátta, s.s. veðri, náttúruhamförum og aðilum ótengdum leigjanda eru á ábyrgð og kostnað Félagsbústaða.

Veita Félagsbústaðir leigjendum sínum aðstoð með flutninga, uppsetningu, losun úrgangs eða aðra aðstoð?

 • Nei. Ef leigjendur telja sig hafa brýna þörf eða rétt á aðstoð af fjárhagslegum eða öðrum ástæðum þá er þeim bent á að leita til Velferðarsviðs Reykjavíkur.

Fjármáladeild

Hvert á að leita varðandi greiðslu á húsaleigu eða vandamál því tengdu?

 • Fjármáladeild annast þá hlið mála og er símatími innheimtustjóra frá kl. 11:00-12:00 í síma 520-1560 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Alltaf má hafa samband vegna húsaleiguskuldar með tölvupósti á netfangið innheimta@felagsbustadir.is.

Hvernig er upphæð húsaleigu útreiknuð?

 • Leiga er reiknuð út frá fasteignamati íbúðar.

Hvað gerist ef húsaleiga er ekki greidd?

 • Gjalddagi húsaleigu er 1. hvers mánaðar og eindagi 6 dögum síðar. Ef húsaleiga er ekki greidd 33 dögum eftir gjalddaga eða 3.-4. næsta mánaðar þá fer krafan í innheimtu hjá Motus. Þegar vanskil húsaleigu eru orðin 3 mánuðir er krafan send til Lögheimtunnar þar sem útburðarferli hefst.

Hvert á að leita til að fá upplýsingar um greiðslu reikninga?

 • Fjármáladeild sér um greiðslu og bókun reikninga. Það er hægt að hafa samband í gegnum skiptiborðið í síma 520 1500. Eins má alltaf hafa samband með tölvupósti á bokhald@felagsbustadir.is