Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn

Eftirtaldir eru í stjórn Félagsbústaða

  • Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður
  • Laufey Líndal Ólafsdóttir, meðstjórnandi
  • Heiða Björg Hilmisdóttir, meðstjórnandi
  • Framkvæmdastjóri er Sigrún Árnadóttir

Stjórnháttaryfirlýsing

Félagbústaðir leggja áherslu á að viðhafa góða stjórnarhætti með vísan til laga nr. 2/1995 um hlutafélög og Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem eru útgefnar af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins. Félagið fylgir einnig ákvæðum er varða stjórnarhætti fyrirtækja í lögum um hlutafélög nr. 2/1995, lögum um ársreikninga nr. 3/2016, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar félagsins.

Sjá nánar hér.

Samþykktir

Samþykktir Félagsbústaða voru uppfærðar í mars síðastliðnum þar sem upphæð hlutafjár var hækkuð.

Sjá nánar hér.

Stofnsamþykktir

Stofnsamþykktir félagsins eru settar í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995. Félagbústaðir hf. voru stofnaðir 1997 í þeim tilgangi að annast rekstur og útleigu á félagslegum íbúðum Reykjavíkurborgar.

Sjá nánar hér.

Starfsreglur stjórnar

Starfsreglur stjórnar eru settar með vísan til laga nr. 2/1995, um hlutafélög og Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem eru útgefnar af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins. Starfsreglur stjórnar skýra störf stjórnar og endurskoðunarnefndar sem er undirnefnd stjórnar. Auk þess skýra þær hlutverk framkvæmdastjóra.

Sjá nánar hér.

Leiðarljós Félagsbústaða

Megintilgangur leiðarljósa Félagsbústaða er að skýra gagnkvæmar skyldur félagsins og mannauðs þess og tryggja þannig að aðilar ræki hlutverk sín af alúð og samviskusemi og gæti hagsmuna fyrirtækisins og viðskiptavina þess í hvívetna.

Sjá nánar hér.

Áhættustefna

Áhættustefna félagsins er nauðsynlegur vegvísir að virkri áhættustýringu í rekstri Félagsbústaða. Áhættustefnan felur í sér að:

  • Skuldsetning félagsins verði í sömu mynt og tekjur þess
  • Hlutfall verðtryggðra skulda félagsins sé í samræmi við verðtryggðar tekjur þess
  • Fjárfestingar félagsins verði fjármagnaðar með löngum lánum með greiðsluferli sem ekki raskar jafnvægi í sjóðstreymi þess
  • Meðallíftími lánasafns félagsins sé markvert styttri en áætlaður líftími undirliggjandi fasteignaveða
  • Leiguverð félagsins verði ákvarðað þannig að sjóðstreymi þess sé hverju sinni í jafnvægi og sjálfbært, litið til næstu 2ja ára

Sjá nánar hér.

Eigendastefna

Í eigendastefnu Félagsbústaða hf. er leitast við að skýra hlutverk og ábyrgð eiganda félagsins,
Reykjavíkurborgar, og þátttöku eiganda í ákvörðunum um mikilvæg málefni og stefnumörkun. Þannig
á eigendastefnan að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun fyrirtækisins.

Sjá nánar hér.