Þórðarsveigur 1-5

By July 18, 2003 Fréttir
Félagsbústaðir eru að taka í notkun 50 íbúða fjölbýlishús við Þórðarsveig 1-5 á mörkum Vestur- og Austursvæðis í Grafarholti. Undir húsinu eru 43 stæði í bílageymslu. Á jarðhæð í miðhúsinu er 140 fm sameiginlegur salur sem hægt er að nýta sem þjónustueiningu og félagsaðstöðu. Húsið er ætlað fyrir aldraða og hreyfihamlað fólk og var við hönnun þess haft að leiðarljósi að íbúar geti búið þar sem lengst. Þannig er hægt að komast um allt innandyra í hjólastól en engar tröppur eru í húsinu eða á lóð og hiti er í öllum stígum og inngöngum. Verktaki er Mótás hf. en samningur um byggingu hússins var undirritaður 24. september 2002 og verður það ásamt lóð afhent fullbúið 23. júlí n.k.