Upplýsingar til leigjenda vegna sérstaks húsnæðisstuðnings

By October 28, 2019 Fréttir

Vegna áhrifa lagabreytingar sem snýr að útreikningi og leiðréttingum á örorkubótum hjá Tryggingastofnun munu húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði og sérstakur húsnæðisstuðningur frá Reykjavíkurborg lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda Félagsbústaða  nú um mánaðamótin.

Lagabreytingin tók gildi um miðjan júlí og er afturvirk til 1. janúar á þessu ári. Vegna þessa hafa bætur verið endurreiknaðar hjá bótaþegum Tryggingastofnunar og var greidd út leiðrétting í lok ágúst.  Þar sem þessar endurgreiðslur hafa áhrif á tekjutengingu við útreikning sérstaks húsnæðisstuðnings Reykjavíkurborgar lækkar hann eða fellur niður hjá þeim einstaklingum sem fengu leiðréttinguna.   Almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði lækka einnig í sumum tilfellum.

Ástæður þess að húsnæðisstuðningurinn breytist er annars vegar  vegna leiðréttingargreiðslu frá Tryggingastofnun fyrir tímabilið janúar til ágúst á þessu ári en með lagabreytingunni  fór skerðingarhlutfall tekna úr 100%  í 65%. Og hins vegar vegna hækkunar lífeyrisgreiðslna í kjölfar lagabreytingarinnar.

Nánar má sjá tilkynningu frá Tryggingastofnun um lagabreytinguna og áhrif hennar á heimasíðu stofnunarinnar:

https://www.tr.is/tryggingastofnun/frettir/nanar/680/lagabreyting-breytt-ahrif-tekna-a-utreikning-greidslna

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-
r/collect

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gat, _gid
collect

Other