Viðhald eigna

Á hverju hausti er gerð framkvæmdaáætlun varðandi viðhald fyrir næsta ár. Það tekur bæði til ytra byrðis húsa og innan húss. Ákveðið fjármagn er veitt til þessara mála. Reynt er að forgangsraða viðhaldi mannvirkja eins og kostur er en oft koma upp ófyrirséð atriði sem þola ekki bið. Þau mál ganga fyrir og getur því þurft að hliðra til framkvæmdum sem áætlað var að fara í fram á næsta ár.