FÉLAGSBÚSTAÐIR GEFA ÚT SAMFÉLAGSSKULDABRÉF

News

Félagsbústaðir munu á næstunni gefa út í fyrsta skipti svonefnd samfélagsskuldabréf. Tilgangur útgáfunnar er meðal annars að fjármagna frekari fjárfestingar í leiguhúsnæði á vegum félagsins, en stefnt er að því að fjölga íbúðum Félagsbústaða um a.m.k. 550 fram til ársins 2022.

Samfélagsskuldabréf (e. Social Bonds) eru skuldabréf sem gefin eru út til að fjármagna sérstök verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Einn helsti hvatinn að útgáfu slíkra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti.

Félagsbústaðir hafa sett sér samfélagslegan skuldabréfaramma um þessa útgáfu (e. „Félagsbústaðir Social Bond Framework“) sem fylgir alþjóðlegum viðmiðum um samfélagsleg skuldabréf (e. Social Bond Principles) gefnum út af ICMA, Alþjóðasamtökum aðila á verðbréfamarkaði. Ramminn hefur hlotið óháða vottun (e. second opinion) frá Sustainalytics sem er leiðandi aðili í ESG vottunum á heimsvísu. Í vottuninni segir m.a. að rammi Félagsbústaða sé traustur, trúverðugur og áhrifamikill, og að hann samræmist öllum fjórum meginþáttum alþjóðalegra viðmiða um samfélagsleg skuldabréf 2018.

Í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Félagsbústaðir eru hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Félagið er stærsti eigandi félagslegs húsnæðis á landinu og um leið stærsta leigufélag landsins. Í lok árs áttu Félagsbústaðir 2.618 íbúðir og hefur þeim fjölgað um 400 frá árinu 2014.

Aðgengi að tryggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði telst til grundvallar mannréttinda og er lykilatriði þegar kemur að efnahagslegu heilbrigði samfélagsins. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem gefin var út hér á landi á síðasta ári, var aukið framboð á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði skilgreint sem eitt þeirra verkefna sem vinna þyrfti að á Íslandi. Slíkt húsnæði stuðlar að betri heilsu og efnahag ásamt auknum tækifærum einstaklinga til félagslegrar þátttöku. Félagslegar leiguíbúðir tryggja fólki með lágar tekjur öruggt húsnæði   á viðráðanlegu verði sem kann að vera erfitt að finna á einkamarkaði.

Stefna Reykjavíkurborgar er að 5% alls leiguhúsnæðis í borginni séu félagslegar leiguíbúðir á hagstæðum kjörum. Reykvíkingar eru um 36% Íslendinga en þeir borga að jafnaði hærra hlutfall af launum sínum til húsnæðis en aðrir landsmenn. Því er enn ríkari þörf fyrir félagslegt leiguhúsnæði á hagstæðum kjörum í Reykjavík.

Fossar markaðir munu hafa umsjón með útgáfu samfélagsskuldabréfanna fyrir hönd Félagsbústaða og munu kynna þau fyrir fjárfestum á næstu vikum.

Nánari upplýsingar:

Sigrún Árnadóttir

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða

Sími: 520 1500

sigrun@felagsbustadir.is

Andri Guðmundsson

Framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossar markaða hf.

Sími: +46 72 567 6666

andri.gudmundsson@fossarmarkets.com

nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
We are looking for an employee!
Sambýlið við Hagasel 23
The first public building to receive Svanurinn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

What are you looking for?