Félagsbústaðir fengu áttunda árið í röð viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2024. Félagsbústaðir eru meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla kröfur Creditinfo. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Við erum stolt af því að vera hluti af þeim 2% fyrirtækja á Íslandi sem fá þessa viðurkenningu. Að baki liggur mikil vinna okkar starfsfólks og við lítum á viðurkenninguna sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka.