Chat with us, powered by LiveChat

Kynningarfundur vegna útboðs á nýbyggingu íbúðakjarna við Háteigsveg 59

Announcements

Félagsbústaðir eru í þann veg að bjóða út nýjan íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk við Háteigsveg 59. Framkvæmdin er þróunarverkefni sem miðar að því að lækka kolefnisfótspor byggingarinnar að lágmarki 30% miðað við sambærileg viðmiðunarhús með því að lífsferilsgreina efni og útfærslur samhliða hönnun og með endurnýtingu á efnum. Nú þegar húsið er fullhannað lítur út fyrir að hægt verði að lækka kolefnssporið enn meira.

Félagsbústaðir hafa kosið að bjóða út byggingu íbúðakjarnans fullhannaðan með þarfir íbúa í huga en húsið verður spennandi umgjörð fyrir hóp fólks sem er að flytja að heiman í fyrsta skiptið. Húsið verður 500 fermetrar að stærð með átta íbúðum, þar af ein íbúð vegna þjónustu við íbúa. Arkitekt hússins er Arnhildur Pálmadóttur hjá s. ap arkitektum sem einnig hefur hafið störf hjá danska arkitekta- og nýsköpunarfyrirtækinu Lendager, sem nýverið opnaði útibú á Íslandi og sérhæfir sig í sjálfbærri hönnun sem byggir á hringrásarhagkerfinu og endurnýtingu.

Félagsbústaðir hafa á undanförnum árum byggt eða keypt 17 nýja íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk víðs vegar um borgina sem eiga það sammerkt að vera byggðir með hliðsjón af áætlunum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Haldinn verður opin kynningarfundur um verkefnið fimmtudaginn 2. mars kl. 16:00 í húsakynnum Félagsbústaða við Þönglabakka 4, 2 hæð.

Hér er hlekkur á útboðið. Nánari upplýsingar veitir Eyþór Friðriksson sérfræðingur hjá Félagsbústöðum í eythor@felagsbustadir.is eða í síma 520-1500.

23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Picture1
Utanhússframkvæmdir að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45, sumarið 2023
lokad
Lokað á föstudaginn
easter-image-01
Gleðilega Páska!
Senior man with a shovel cleaning snow from his back yard at his house
Vegna mikils fannfergis
ezgif
Jólakveðjur
Lokun vegna námskeiðs þann 5.desember
CHANGES TO OPENING TIMES

What are you looking for?