Á þessu ári hafa fjórir nýir starfsmenn gengið til liðs við Félagsbústaði, Ellen Elsa Sigurðardóttir, Sigurður Halldór Örnólfsson, Zeljka Kristín Klobucar og Falasteen Abu Libdeh.
Ellen gegnir starfi þjónusturáðgjafa, sinnir gerð leigusamninga, tekur við erindum frá leigjendum og fl. Ellen hefur víðtæka reynslu af skrifstofustörfum.
Sigurður gegnir stöðu sviðsstjóra eigna- og viðhaldssviðs. Hann starfaði áður hjá Bjargi íbúðafélagi og stýrði þar fjölbreyttum verkefnum á sviði byggingaframkvæmda, þá hefur hann verið sjálfstætt starfandi byggingaverktaki. Sigurður er byggingarverkfræðingur og húsasmiður.
Zeljka sinnir fjölbreyttum verkefnum sem m.a. snúa að þjónustu og samskiptum við leigjendur félagsins og samstarfsaðila. Zeljka starfaði áður hjá sem þjónusturáðgjafi hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún er með háskólapróf í alþjóðlegum fólksflutningum og þjóðernisfræðum.
Falasteen gegnir stöðu sviðsstjóra þjónustu- og upplýsingasviðs. Hún var áður framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækis á sviði stjórnendamála, mannauðsmála og innleiðingu jafnlaunakerfa. Einnig starfaði hún hjá Eimskip við kjaraþróun og sjálfbærni. Áður starfaði hún hjá Hagstofu Íslands og sjá meðal annars um innleiðingu fyrirtækja og stofnana í launarannsókn Hagstofunnar. Falasteen er með MPM gráðu í verkefnastjórnun og diplómanám í stjórnun og rekstri fyrirtækja.