Chat with us, powered by LiveChat

Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar

News

Félagsbústaðir óska eftir að ráða sviðsstjóra þjónustusviðs. Viðkomandi heyrir undir framkvæmdastjóra og ber ábyrgð á starfsemi sviðsins, stjórnun og samhæfingu verkefna, áætlanagerð, eftirfylgni og innleiðingu.

Ábyrgð og helstu verkefni:

 • Ábyrgð á rekstri, mannauðsmálum og starfsemi sviðsins, stjórnun og samhæfingu verkefna, áætlanagerð, eftirfylgni og innleiðingu.
 • Þátttaka í stefnumótun og eftirfylgni stefnu.
 • Samstarf og samvinna við velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna félagslegs leiguhúsnæðis og málefna því tengdu.
 • Ábyrgð á móttöku og úrvinnslu erinda, upplýsingamiðlun til leigjenda, gerð leigusamninga og samskipti er snerta málefni leigjenda.
 • Umsjón og ábyrgð á vefsíðu Félagsbústaða, samfélagsmiðlum og rekstri skjalamála.
 • Umsjón og ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni gæðahandbókar sviðsins og uppbyggingu verkferla.
 • Umsjón og ábyrgð á skýrslugerð og tölfræðilegum upplýsingum sem snúa að viðfangsefnum sviðsins.


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Meistaragráða er æskileg.  
 • Farsæl stjórnunarreynsla.
 • Þekking á starfi opinberra stofnana og velferðarþjónustu er kostur.
 • Framúrskarandi samskiptafærni, jákvætt og lausnamiðað viðmót.
 • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð.
 • Góð tölvufærni og þekking. 


Félagsbústaðir eru stærsta þjónustufyrirtæki landsins á leigumarkaði, á og leigir út yfir 3.100 íbúðir í Reykjavík. Á skrifstofunni sem staðsett er miðsvæðis í Reykjavík starfar fjölbreyttur og samhentur 28 manna hópur, þar af 7 á þjónustusviði, í anda gilda um samvinnu, virðingu og góða þjónustu. 

Félagsbústaðir eru sjálfstætt hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og er meðal framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2023 og hafa verið um árabil.

Með umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni, reynslu og þekkingu sem nýtist í starfinu.

Sjá nánar. Frekari upplýsingar veitir Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 6.júní nk.

my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
We are looking for an employee!
Sambýlið við Hagasel 23
The first public building to receive Svanurinn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás

What are you looking for?