Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024

Fréttir

Á þessu ári hafa fjórir nýir starfsmenn gengið til liðs við Félagsbústaði, Ellen Elsa Sigurðardóttir, Sigurður Halldór Örnólfsson, Zeljka Kristín Klobucar og Falasteen Abu Libdeh.

Ellen gegnir starfi þjónusturáðgjafa, sinnir gerð leigusamninga, tekur við erindum frá leigjendum og fl. Ellen hefur víðtæka reynslu af skrifstofustörfum.  

Sigurður   gegnir stöðu sviðsstjóra eigna-  og viðhaldssviðs. Hann starfaði áður hjá Bjargi íbúðafélagi og stýrði þar fjölbreyttum verkefnum á sviði byggingaframkvæmda, þá hefur hann verið sjálfstætt starfandi byggingaverktaki. Sigurður er byggingarverkfræðingur og húsasmiður.

Zeljka sinnir fjölbreyttum verkefnum sem m.a. snúa að þjónustu og samskiptum við leigjendur félagsins og samstarfsaðila. Zeljka starfaði áður hjá sem þjónusturáðgjafi hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún er með háskólapróf í alþjóðlegum fólksflutningum og þjóðernisfræðum.   

Falasteen gegnir stöðu sviðsstjóra þjónustu- og upplýsingasviðs. Hún var áður framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækis á sviði stjórnendamála, mannauðsmála og innleiðingu jafnlaunakerfa.  Einnig starfaði hún hjá Eimskip við kjaraþróun og sjálfbærni. Áður starfaði hún hjá Hagstofu Íslands og sjá meðal annars um innleiðingu fyrirtækja og stofnana í launarannsókn Hagstofunnar. Falasteen er með MPM gráðu í verkefnastjórnun og diplómanám í stjórnun og rekstri fyrirtækja.

Framurskarandi-fyrirtaeki-2024
FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

Að hverju ertu að leita?